Lífið

Bjóða Eastwood í golf á Akureyri

Forsvarsmenn Golfklúbbs Akureyrar hafa boðið Clint Eastwood að koma til Akureyrar og leika golf á nyrsta 18 holu golfvelli í heiminum. Freyr Hólm Ketilsson, framkvæmdastjóri Golfklúbbs Akureyrar, segir tilganginn að vekja athygli á golfvellinum á Akureyri og leikarinn og leikstjórinn heimskunni sé velkominn hvenær sem er á meðan Íslandsdvöl hans stendur. "Mér skilst að Eastwood sé liðtækur golfari og hann hafi tekið golfsettið með til Íslands," segir Freyr Hólm.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.