Lífið

Villt kýr skotin í misgripum

Mjólkurkýr eru ekki þekktar af því að ganga villtar í skógum, en það gerði þó svartbröndótta mjóllkurkýrin hans Ole Pedersen, bónda í Danmörku, í þrjá mánuði. Ole Pedersen býr í grennd við bæinn Ry, á Jótlandi. Kýrin strauk af bænum eftir að hafa stangað húsmóðurina, og hvarf til skógar. Leit var gerð að gripnum, en án árangurs. Í gærkvöldi mætti kýrin þó skapara sínum. Það voru tveir veiðimenn sem voru á dádýraveiðum í Hemstok skógi sem sáu hana í rjóðri og hófu skothríð. Þeir felldu mjólkurkýrina. Hún var vel á sig komin, í góðum holdum, og hafði sýnilega notið þess að ganga villt í skóginum í þrjá mánuði. Veiðimennirnir þurftu auðvitað að tilkynna um þetta og sagt er að þeir hafi verið dálítið kindarlegir.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.