Lífið

Frumtextinn seldur á 70 milljónir

Blað sem John Lennon skrifaði textann að laginu „All you need is love“ á var í fyrradag selt á tæpar 70 milljónir króna á uppboði í London. Þetta lag náði heimsfrægð í einu vetfangi árið 1967 þegar Bítlarnir fluttu það í breska sjónvarpinu fyrir framan fjölda áhorfenda, þeirra á meðal Mick Jagger, söngvara Rolling Stones. Að flutningi loknum skildi Lennon blaðið með textanum eftir á gólfinu í myndveri BBC. Stúlka sem vann þar hirti blaðið og nú, tæpum 40 árum síðar, skilaði það litlum 70 milljónum króna í vasann. Uppboðshaldarinn vill ekki gefa upp hver kaupandinn er.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.