Lífið

Brjóstahöld helsta aðdráttaraflið

Girðing með mörg hundruð brjóstahöldurum er orðin eitt helsta aðdráttaraflið í nágrenni bæjarins Wanaka á Nýja-Sjálandi. Brjóstahaldararnir á girðingunni hjá sauðfjárbóndanum John Lee, sem býr rétt utan við bæinn, skipta nú hundruðum. En það byrjaði smátt. Fyrir fimm árum voru fjórar konur á leiðinni heim eftir nokkra ölsopa þegar þeim datt í hug að afklæðast og hengja brjóstahaldarana á girðinguna hjá Lee. Smátt og smátt bættist svo í safnið og nú eru svo komið að konur hvaðanæva að eru beinlínis farnar að gera sér ferð að girðingunni til að skilja þar eftir brjóstahöld sín. Búgarðurinn hjá Lee er orðin einn vinsælasti ferðamannastaðurinn á svæðinu og hann er hæstánægður. Hann segist fá mikið af bréfum víða að þar sem fólk lýsir ánægju með uppátækið. Bæjaryfirvöld í Wanaka hafa hins vegar í hyggju að taka brjóstahaldarana niður þar sem þeir valdi sumum óþægindum, t.d. erlendum stúdentum sem ganga hafi í skóla og bænum og segja sig móðgaða við tiltækið. Svo er það bara spurningin hve langt sauðfjárbóndinn er tilbúinn að ganga til að verja gersemarnar sínar.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.