Erlent

2600 íbúðarhús eyðilögð í Kína

Hvirfilbylurinn Haitang hefur eyðilagt 2600 íbúðarhús í austurhluta Kína undanfarna daga. Meira en 300 þúsund manns hafast nú við í neyðarskýlum á svæðinu og gefnar hafa verið út viðvaranir um aurskriður og flóð í dag og á morgun. Einn maður lét lífið þegar bylurinn fór yfir heimili hans og þónokkrir hafa slasast. Kostnaður vegna skemmda af völdum Haitangs nemur nú þegar um tuttugu milljörðum íslenskra króna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×