Lífið

Grohl fallinn fyrir brennivíninu

Dave Grohl, söngvari hljómsveitarinnar Foo Fighters, er fallinn fyrir brennivíninu - þ.e.a.s., íslensku brennivíni. Á vefsíðunni Contactmusic.com er greint frá því að Grohl og félögum hans í hljómsveitinni finnist brennivín svo gott að Grohl vilji gerast umboðsmaður þess í Bandaríkjunum. Þeir félagar uppgötvuðu brennivín hér á landi nýlega og lýsir Grohl upplifun sinni við fyrsta sopann fjálglega. Brennivín sé tær snafs, svipaður vodka með kúmenbragði. Tilfinningin við drykkjuna sé líkur alsælu, eins og verið sé að fikta með sýru og það sé hreinlega ekki hægt að hætta að hlæja. Hann hafi algerlega misst fótanna við drykkjuna. Og hann er með auglýsingaherferð í huga: þungarokkari sem gengur niður götu, grípur í ruslatunnu og þeytir henni í gegnum glugga. Slagorðið ætti að vera: „Brennivín! Finndu víkinginn í þér.“





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.