Innlent

Hundruð milljóna í kostnað

"Ég er ekki með tölurnar í hausnum en þetta eru einhver hundruð milljóna," segir Kristján Loftsson, forstjóri Hvals, þegar hann er spurður um uppsafnaðan kostnað við Hvalstöðina í Hvalfirði og hvalbátana frá því hvalveiðar lögðust af. "Þetta eru hafnargjöld, tryggingar, laun, viðhald og kostnaður við eftirlit." Hvalur hf. á auk verksmiðjunnar og bragganna í Hvalfirði fjögur hvalveiðiskip sem ekki hafa verið notuð við veiðar frá árinu 1990. Kristján segir að það hafi alltaf verið tveir möguleikar í boði: að henda þessu öllu eða halda því við í von um að veiðar hæfust á ný. Hann vandar stjórnmálamönnunum ekki kveðjurnar. "Það hefur verið gefið undir fótinn með að hvalveiðar verði leyfðar fljótlega hvert árið eftir annað og svo heykist þetta lið á þessu á hverju ári. Þeir eru svo lafhræddir við Ameríkanana að þeir þora sig hvergi að hreyfa." Að sögn Kristjáns hefur kostnaðurinn verið greiddur af Hval hf. þó hann hafi engar tekjur haft á móti.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×