Lífið

Umsagnir um Potter birtast strax

Þrátt fyrir að nýjasta Harry Potter bókin hafi ekki komið í bókabúðir fyrr en á miðnætti í gær að íslenskum tíma eru þegar farnir að birtast umsagnir um hana á Netinu. Þó verður ekki sagt að bókin sé lítil að vöxtum því hún telur 607 blaðsíður. Á meðal þeirra vefsíðna sem birt hafa umsagnir um nýjustu ævintýri Potters er heimasíða breska ríkisútvarpsins, BBC. Þar hefur starfsmaður verið að lesa bókina í dag og sett punkta um framvindu sögunnar inn á síðuna jafnóðum. Hann lauk við hana nú fyrir skömmu og segist í stuttu máli ekki vera neitt stórhrifinn.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.