Innlent

Ók stjórnlaus niður Kambana

Bílstjóri var fluttur slasaður með sjúkrabifreið til Reykjavíkur eftir að fullfermdur malarflutningabíll sem hann ók rann stjórnlaus niður Kambana skömmu eftir hádegi í gær. Meiðsl hans voru ekki talin mjög alvarleg en bifreiðin er mikið skemmd, ef ekki ónýt. Talið er að bilun í bremsum hafi orðið til þess að bifreiðin hafnaði utan vegar í beygju efst í Kömbunum. Bifreiðin rann talsverða vegalengd utan vegar áður en hún breytti um stefnu og fór aftur yfir Suðurlandsveg. Þar fór hún niður af háum vegarkanti og rann stjórnlaus rúmlega hundrað metra niður brekkuna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×