Innlent

Foreldrar fylgist með

SAMAN- samstarfshópur um forvarnir vill hvetja foreldra og forráðamenn til að kynna sér afþreyingar- og skemmtiefni sem börnum þeirra er boðið upp á. Í tilkynningu frá hópnum segir að það geti treyst böndin milli kynslóðanna og gefið tækifæri til umræðna um æskilega og óæskilega hegðun og þær reglur sem foreldrar vilja að börnin fylgi. Framboð á afþreyingarefni fyrir ungt fólk sé mikið og beri þar hæst koma ýmissa tónlistarmanna og mikið framboð á sjónvarpsefni. Efni sem þar er boðið upp á og sá boðskapur sem haldið er á lofti getur verið þess eðlis að börn þurfi á leiðsögn fullorðinna til að meta hvað sé rétt eða rangt, gott eða slæmt.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×