Innlent

Mannanafnanefnd leyfir og hafnar

Mannanafnanefnd hefur leyft nöfnin Þoka, Ljósálfur, Klementína og Betsý, en samkvæmt úrskurði nefndarinnar frá 27. júní má einungis nota nafnið Betsý sem eiginnafn en ekki millinafn. Nöfnunum Annalísa, í einu orði, Maí, Eleonora, Jónorri í einu orði, og Franziska var hafnað. Í úrskurði nefndarinnar frá því í lok maí voru nöfnin Janetta, Diljan, Elínheiður og Spartakus færð á mannanafnaskrá og leyfð. Á sama fundi var nöfnunum Hnikarr og Annarósa, í einu orði, hafnað.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×