Lífið

Björk söng á Live8 í morgun

Fyrstu Live8 tónleikarnir hófust í Tókýó um klukkan þrjú í nótt að íslenskum tíma og standa enn yfir. Um tíu þúsund manns eru á Makuhari Messe leikvanginum að fylgjast með Björk Guðmundsdóttur, strákabandinu McFly og bandarísku sveitinni Good Chatlotte meðal annarra. Áhorfendur eru einnig farnir að streyma í Hyde Park í London en þar er búist við um tvö hundruð þúsund áhorfendum. Þar spila enda ekki minni spámenn en U2, Coldplay, REM og Madonna. Samtals verða tónleikarnir tíu, víðs vegar um veröldina, allt frá Tókýó í austri til Toronto í vestri. Íslensku tónleikarnir „ÁttaLíf“, sem haldnir voru í Hljómskálagarðinum í gærkvöldi, heppnuðust vel. Þar léku tíu íslenskar hljómsveitir fyrir troðfullan Hljómskálagarð af fólki en lögreglan í Reykjavík var ekki komin með fjöldatölur í morgun.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.