Innlent

Solreiser í eigu Heimsferða

Heimsferðir hafa keypt skandinavísku ferðaskrifstofuna Solreiser. Kaupverð er trúnaðarmál en áætluð heildarvelta Solreiser í ár er um níu milljarðar króna. Forstjóri Heimsferða segir að með kaupunum verði Íslendingum gert kleift að kynnast nýjum áfangastöðum á verði sem ekki hafi sést áður. Gengið var frá kaupum Heimsferða á Solreiser í vikunni, en Kaupþing banki í Lundúnum veitti ráðgjöf við kaupin og annaðist KB-banki fjármögnun. Forstjóri Heimsferða segir Solreiser eitt mest spennandi ferðaþjónustufyrirtæki í Skandinavíu, sem hafi vaxið hratt. Andri Már Ingólfsson forstjóri Heimsferða segir að þeir hafi verið búnir að leita lengi og það hafi skipt máli að fyrirtækið er í örum rekstri, hafi sterka stöðu og sé rekið með hagnaði. Solreiser áforma að flytja yfir 170 þúsund farþega á þessu ári og til samans flytja Heimsferðir og Solreiser til að mynda yfir 40 þúsund farþega á ári til Kanarýeyja. Andri Már segir mikinn ávinning af kaupunum, en Heimsferðir taka formlega við fyrirtækinu í næstu viku. Hann segir þá nú þegar vera ða kynna verðlækkun til Kanaríeyja næsta vetur. Helstu áfangastaðir Solreiser eru Azor-eyjar, Kanarýeyjar, Malta, Egyptaland, og Kenýa, en 95 % af ferðum fyrirtækisins eru með beinu flugi, eins og rekstur Heimsferða byggist á. það er gaman að segja frá því að hægt sé að kynna Íslendinsugm verð sem ekki hafa sést áður á utanlandsferðum. Og gefið þeim aðgengi inn í flug til Skandnavíu sem ekkkii hafa sést áður.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×