Innlent

Nýr rektor

Kristín Ingólfsdóttir prófessor tók við embætti rektors Háskóla Íslands við athöfn í hátíðarsal skólans í dag. Páll Skúlason fráfarandi rektor, sem afhenti arftaka sínum tákn rektorsembættisins, rektorsfestina. Páll hefur gegnt stöðunni frá árinu 1997. Kristín er með doktorspróf í lyfjafræði og er hún fyrsta konan til að gegna rektorsembætti við Háskóla Íslands. Hún sagðist í ræðu sinni vilja vinna að því að sjá skólann í fremstu röð rannsóknarháskóla. Einnig vildi hún að skólinn byði menntun sem þjónaði samfélaginu við nýjar og síbreytilegar aðstæður.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×