Innlent

Met í flugumferð

Vel yfir 500 flugvélar munu fara í gegnum íslenska flugstjórnarsvæðið fram að miðnætti sem er íslandsmet. Það sem ræður mestu um þessa miklu umferð eru hagstæðir háloftavindar á íslenska flugstjórnarsvæðinu fyrir flugvélar á leið vestur yfir Atlantshaf. Flugmenn sækjast eftir að fá góðan meðbyr til að spara bæði tíma og eldsneyti. Gert er ráð fyrir að 426 flugvélar fari í gegnum svæðið í vesturátt og um eða yfir eitt hundrað í austurátt áður en sólarhringurinn er liðinn. Samanlagt 526 flugvélar. Um miðjan dag í dag voru ellefu stöður flugumferðarstjóra mannaðar í flugstjórnarmiðstöðinni í Reykjavík en á venjulegum degi eru þeir fjórir til sex á þessum tíma.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×