Innlent

Essó vill sektir felldar niður

Eignarhaldsfélagið Ker, sem á olíufélagið Essó, ætlar í dag að stefna ríkinu og samkeppnisyfirvöldum til að fá sektir fyrir ólöglegt samráð felldar niður, þar sem ný skoðun leiði í ljós að félagið hafi ekkert grætt á samráðinu. Í úrskurði áfrýjunarnefndar samkeppnismála frá því í janúar voru olíufélögin Olís og Skeljungur,líka sektuð. Essó var sektað um tæpar 500 milljónir króna. Til vara ætlar Essó að krefjast þess að sektin verði felld niður eða stórlega lækkuð. Esso telur að endurskoðun málsatvika leiði í ljós að félagið hafi engan fjárhagslegan ávinning haft af samráðinu. Essó ásamt hinum olíufélögunum, bað viðskitpavini sína innilega afsökunar á verðsamráðinu í heilsíðuauglýsingum eftir að Samkeppnisyfirvöld sektuðu þau fyrir ólöglegt samráð á kostnað viðskiptavina sinna. Neytendasamtökin eru einmitt i dag að láta þingfesta mál á hendur Essó fyrir hönd félagsmanns sína sem er fyrrum viðskiptavinar Essó og á hann nótur langt aftur í tímann. Málið höfðað á grundvelli þess að Essó hafi framið brot á samkeppnislögum og hafi bakað sér bótaábyrgð á grundvelli EES samningsins. Ekki náðist í neinn hjá Ríkislögreglustjóra fyrir fréttir, sem gæti sag hvað líði rannsókn þess embættis á samráði olíufélaganna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×