Sport

Valsmenn yfirspiluðu slaka KR-inga

Valsmenn yfirspiluðu slaka KR-inga og unnu 3-0 sigur á Hlíðarenda í Landsbankadeild karla í knattspyrnu í gærkvöldi. Guðmundur Benediktsson, fyrrverandi KR-ingur, skoraði fyrsta markið eftir 80 sekúndur, Matthías Guðmundsson bætti öðru marki við á 20.mínútu og hann var aftur á ferðinni á 52. mínútu með sjötta mark sitt í deildinni í sumar. Valsmenn minnkuðu forskot FH-inga á toppnum niður í sex stig. Valur er með 18 stig, fjórum meira en Keflavík sem er í þriðja sæti. KR er með tíu stig í fimmta sæti en leikur liðsins í gær var alger hörmung. Tryggvi Bjarnason var rekinn útaf í síðari hálfleik og verður í banni í næsta leik. Bjarki Gunnlaugsson haltraði meiddur út af undir lok fyrri hálfleiks og verður líklega frá í 2-3 vikur.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×