Lífið

Uppboð á teikningum Picasso

Fyrrum ástkona spænska málarans Pablo Picasso seldi 20 teikningar eftir meistarann á uppboði í París í gærkvöld. Myndirnar seldust á um 120 milljónir íslenskra króna. Genevieve Laporte átti í tveggja ára leynilegu ástarsambandi við Picasso á sjötta áratug síðustu aldar. Hún var þá á þrítugsaldri en málarinn var þá rúmlega sjötugur. Á einni teikningunni sést Picasso fela sig í hári Laporte. Þegar Hermitage listasafnið í St. Pétursborg sýndi teikningarnar nefndi það sýninguna Genevieve tímabilið eða Milda tímabilið.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.