Ísland opnasta land í Evrópu 27. júní 2005 00:01 Rauði krossinn gerir ekki miklar athugasemdir við hvernig flóttamannasamningi Sameinuðu þjóðanna er framfylgt hér á landi og segir Ísland eitt opnasta land Evrópu. Sýslumaðurinn á Keflavíkurflugvelli sagði, í fréttum Stöðvar 2 í gær, að langflestir hælisleitenda komi hingað til að misnota flóttamannasamning Sameinuðu þjóðanna. Þórir Guðmundsson, hjá Rauða krossinum, telur Ísland vera eitt opnasta land Evrópu en er hann sammála þeirri misnotkun sem sýslumaðurinn talar um. Þórir segir að vafalaust séu einhverjir flóttamenn sem hingað komi að misnota samninginn. En á sama tíma séu aðrir svo sannarlega að flýja ofsóknir í heimalandi sínu. Hælisleitendur mótmæltu á dögunum hversu langan tíma meðferð þeirra mála tæki hjá stjórnvöldum. Þórir segir eðlilegt að tíma taki að kanna vel stöðu þeirra sem sækja um hæli. Það sé nauðsynlegt, svo þeir sem rétt hafa á að fá stöðu flóttamanns og þurfi vernd Íslenskra stjórnvalda, séu ekki sendir á brott. En er ekki hætt við því að fólk sem á um sárt að binda, þó það flokkist ekki sem flóttamenn, hafi ekki kost á því að sækja um dvalarleyfi hér vegna vankunnáttu og sæki um hæli þess í stað. Þórir segir að hvert land hafi rétt á því að setja reglur um hverjir komi til landsins og að það sé ekkert óeðlilegt við það. Þeir sem uppfylla ekki þau skilyrði sem íslensk stjórnvöld setja og sem flóttamannasamningurinn setur eiga ekki rétt á að vera hérna. Þórir segir enn fremur að bæta þurfi úr stöðu þeirra sem bíða hér á landi og að þar þurfi stjórnvöld, Rauði krossinn og fleiri að gera betur. Þannig þurfi að athuga vel hvað hægt sé að gera til að stytta fólkinu stundir. Frá árinu 1997 hafa ríflega 400 beðið um hæli hér. Aðeins einn hefur fengið hæli og var það fyrir um áratug síðan. Þó er ekki öllum vísað úr landi þar sem hluti fær hér dvalaleyfi af mannúðarástæðum þó þeir teljist ekki flóttamenn. Síðustu tvö ár hafa ellefu fengið slík dvalarleyfi. Fréttir Innlent Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Fleiri fréttir Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Sjá meira
Rauði krossinn gerir ekki miklar athugasemdir við hvernig flóttamannasamningi Sameinuðu þjóðanna er framfylgt hér á landi og segir Ísland eitt opnasta land Evrópu. Sýslumaðurinn á Keflavíkurflugvelli sagði, í fréttum Stöðvar 2 í gær, að langflestir hælisleitenda komi hingað til að misnota flóttamannasamning Sameinuðu þjóðanna. Þórir Guðmundsson, hjá Rauða krossinum, telur Ísland vera eitt opnasta land Evrópu en er hann sammála þeirri misnotkun sem sýslumaðurinn talar um. Þórir segir að vafalaust séu einhverjir flóttamenn sem hingað komi að misnota samninginn. En á sama tíma séu aðrir svo sannarlega að flýja ofsóknir í heimalandi sínu. Hælisleitendur mótmæltu á dögunum hversu langan tíma meðferð þeirra mála tæki hjá stjórnvöldum. Þórir segir eðlilegt að tíma taki að kanna vel stöðu þeirra sem sækja um hæli. Það sé nauðsynlegt, svo þeir sem rétt hafa á að fá stöðu flóttamanns og þurfi vernd Íslenskra stjórnvalda, séu ekki sendir á brott. En er ekki hætt við því að fólk sem á um sárt að binda, þó það flokkist ekki sem flóttamenn, hafi ekki kost á því að sækja um dvalarleyfi hér vegna vankunnáttu og sæki um hæli þess í stað. Þórir segir að hvert land hafi rétt á því að setja reglur um hverjir komi til landsins og að það sé ekkert óeðlilegt við það. Þeir sem uppfylla ekki þau skilyrði sem íslensk stjórnvöld setja og sem flóttamannasamningurinn setur eiga ekki rétt á að vera hérna. Þórir segir enn fremur að bæta þurfi úr stöðu þeirra sem bíða hér á landi og að þar þurfi stjórnvöld, Rauði krossinn og fleiri að gera betur. Þannig þurfi að athuga vel hvað hægt sé að gera til að stytta fólkinu stundir. Frá árinu 1997 hafa ríflega 400 beðið um hæli hér. Aðeins einn hefur fengið hæli og var það fyrir um áratug síðan. Þó er ekki öllum vísað úr landi þar sem hluti fær hér dvalaleyfi af mannúðarástæðum þó þeir teljist ekki flóttamenn. Síðustu tvö ár hafa ellefu fengið slík dvalarleyfi.
Fréttir Innlent Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Fleiri fréttir Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Sjá meira