Ekkert óeðlilegt við umfjöllunina 27. júní 2005 00:01 Fyrrverandi fulltrúa í siðanefnd Blaðamannafélags Íslands finnst að blaðamennska sem er stunduð á tímaritinu Hér og nú ætti ekki að líðast hér á landi. Bubbi Morthens ætlar í mál við slúðurblaðið Hér og nú en í síðustu viku var því slegið upp á forsíðu blaðsins að Brynja hefði haldið framhjá Bubba og í vikunni á undan var forsíðufyrirsögnin „Bubbi fallinn!“ Við nánari athugun vísaði fyrirsögnin ekki til þess að Bubbi væri byrjaður að misnota fíkniefni á nýjan leik heldur til þess að hann væri farinn að reykja aftur. Bubbi kallar þessa nýju blaðamennsku ofbeldi. Eiríkur Jónsson, blaðamaður á Hér og nú, segir hins vegar ekkert óeðlilegt við umfjöllun blaðsins um Bubba og fjölskyldu hans. Blaðið segi frá því lífi sem lifað sé í þessu landi og ákveði ekki, ólíkt öðrum blöðum, hvað sé við hæfi að fólk fái að heyra eða sjá; sagður sé sannleikurinn. Mörgum finnst íslensk blaðamennska hafa náð nýrri lægð að undanförnu þar sem málum sem þessum hefur fjölgað mjög og hvort sögur séu sannar eður ei virðist vera aukaatriði. Eiríkur segir það alrangt. Ekki hafi verið bent á eitt einasta atriði í fréttaflutningnum sem sé ósatt. „Ef við værum að ljúga þessu, þá værum við skíthælar. En af því að við erum að segja satt, þá erum við blaðamenn,“ segir Eiríkur. En ekki eru þó allir sammála Eiríki og telja margir umfjöllunina gagnvart fjölskyldu Bubba tilgangslausa og óviðeigandi. Mörður Árnason, fyrrverandi stjórnarmaður í siðanefnd blaðamanna, segir að honum finnist Hér og nú hafa farið yfir línuna og þetta eigi ekki að líða. Og hann segir að sig taki það sárt að sjá Bubba, Brynju og alla hlutaðeigandi útatað á þennan hátt. Mörður segir að eitthvað verði að gera og að góð byrjun væri að segja mönnum að skammast sín. Hvort starfsaðferðir Hér og nú samræmist reglum Blaðamannafélags Íslands er ekki ljóst. Arna Schram, varaformaður félagsins, segir þó að hún telji að blaðið hafi farið yfir velsæmismörk í þessu máli. Hún segir mál þetta verða kannski til þess að skýrari línur um hvað megi skrifa og hvað ekki fáist. Bubbi sagði í viðtali við fréttastofuna að Gunnar Smári Egilsson, framkvæmdastjóri 365, beri líkt og hershöfðingi ábyrgð á öllum herdeildunum og þar af leiðandi því sem skrifað hefur verið um hann og fjölskyldu hans. Gunnar Smári vildi þó ekki kannast við þá ábyrgð og sagði málið honum óviðkomandi þegar fréttastofan hafði samband í dag. Þá náðist ekki í ritstjóra blaðsins vegna málsins. Fréttir Innlent Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Sjá meira
Fyrrverandi fulltrúa í siðanefnd Blaðamannafélags Íslands finnst að blaðamennska sem er stunduð á tímaritinu Hér og nú ætti ekki að líðast hér á landi. Bubbi Morthens ætlar í mál við slúðurblaðið Hér og nú en í síðustu viku var því slegið upp á forsíðu blaðsins að Brynja hefði haldið framhjá Bubba og í vikunni á undan var forsíðufyrirsögnin „Bubbi fallinn!“ Við nánari athugun vísaði fyrirsögnin ekki til þess að Bubbi væri byrjaður að misnota fíkniefni á nýjan leik heldur til þess að hann væri farinn að reykja aftur. Bubbi kallar þessa nýju blaðamennsku ofbeldi. Eiríkur Jónsson, blaðamaður á Hér og nú, segir hins vegar ekkert óeðlilegt við umfjöllun blaðsins um Bubba og fjölskyldu hans. Blaðið segi frá því lífi sem lifað sé í þessu landi og ákveði ekki, ólíkt öðrum blöðum, hvað sé við hæfi að fólk fái að heyra eða sjá; sagður sé sannleikurinn. Mörgum finnst íslensk blaðamennska hafa náð nýrri lægð að undanförnu þar sem málum sem þessum hefur fjölgað mjög og hvort sögur séu sannar eður ei virðist vera aukaatriði. Eiríkur segir það alrangt. Ekki hafi verið bent á eitt einasta atriði í fréttaflutningnum sem sé ósatt. „Ef við værum að ljúga þessu, þá værum við skíthælar. En af því að við erum að segja satt, þá erum við blaðamenn,“ segir Eiríkur. En ekki eru þó allir sammála Eiríki og telja margir umfjöllunina gagnvart fjölskyldu Bubba tilgangslausa og óviðeigandi. Mörður Árnason, fyrrverandi stjórnarmaður í siðanefnd blaðamanna, segir að honum finnist Hér og nú hafa farið yfir línuna og þetta eigi ekki að líða. Og hann segir að sig taki það sárt að sjá Bubba, Brynju og alla hlutaðeigandi útatað á þennan hátt. Mörður segir að eitthvað verði að gera og að góð byrjun væri að segja mönnum að skammast sín. Hvort starfsaðferðir Hér og nú samræmist reglum Blaðamannafélags Íslands er ekki ljóst. Arna Schram, varaformaður félagsins, segir þó að hún telji að blaðið hafi farið yfir velsæmismörk í þessu máli. Hún segir mál þetta verða kannski til þess að skýrari línur um hvað megi skrifa og hvað ekki fáist. Bubbi sagði í viðtali við fréttastofuna að Gunnar Smári Egilsson, framkvæmdastjóri 365, beri líkt og hershöfðingi ábyrgð á öllum herdeildunum og þar af leiðandi því sem skrifað hefur verið um hann og fjölskyldu hans. Gunnar Smári vildi þó ekki kannast við þá ábyrgð og sagði málið honum óviðkomandi þegar fréttastofan hafði samband í dag. Þá náðist ekki í ritstjóra blaðsins vegna málsins.
Fréttir Innlent Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Sjá meira