Eðlilegur fréttaflutningur 27. júní 2005 00:01 Eiríkur Jónsson, blaðamaður Hér og nú, neitar því að nokkuð sé óeðlilegt við fréttaflutning blaðsins af fjölskyldumálum Bubba Morthens. Í fréttum Stöðvar 2 í gær sagðist Bubbi ætla að fara í mál við þá sem bæru ábyrgð á forsíðufréttum Hér og nú. Í síðustu viku var því slegið upp á forsíðu blaðsins að Brynja hefði haldið framhjá Bubba og í vikunni á undan var forsíðufyrirsögnin tvö orð: „Bubbi fallinn!“ Við nánari athugun vísaði fyrirsögnin til þess að Bubbi væri byrjaður að reykja á nýjan leik. Bubbi kallar þessa nýju blaðamennsku ofbeldi. Einn þeirra sem hann nefndi sérstaklega til sögunnar í viðtalinu í gær var Eiríkur Jónsson sem er í ritstjórn Hér og nú. Bubbi kveðst geta skorað á Mikael Torfason, ritstjóra DV, Gunnar Smára Egilsson, forstjóra 365 fjölmiðla sem gefa út Hér og nú, og Eirík, í bardaga inni í hnefaleikahring og þar myndi hann berja þá í klessu. Hann segir þetta ekkert ósvipað. Eiríkur segir hins vegar ekkert óeðlilegt við umfjöllun blaðsins um Bubba. DV hafi stundað þetta lengi. Aftur á móti hafi aðrir fjölmiðlar ekki sinnt því hlutverki sínu að miðla upplýsingum til lesenda og hlustenda heldur skammtað upplýsingarnar. Aðspurður hvort ekki sé of langt gengið með áðurnefndum fréttum og forsíðum spyr Eiríkur á móti hvort framhjáhald sé bannorð í íslenskri tungu eða íslenskum fjölmiðlum þegar 60% allra hjónabanda endi með skilnaði. „Og í 90% tilvika hefur verið um framhjáhald að ræða býst ég við,“ segir Eiríkur. Eiríkur segist skilja að Bubbi sé sár; hann sjálfur myndi vera svekktur og sár ef hann væri Bubbi. Þetta sé hins vegar gamla sagan um að skjóta boðbera illra tíðinda. Það sé ekki Hér og nú sem standi í framhjáhaldi eða sé að skilja. Blaðið segi aðeins fréttir af atburðunum. Aðspurður segir Eiríkur konu mannsins, sem sagður er hafa átt vingott við fyrrverandi konu Bubba, standa við hvert einasta orð. Og Eiríkur tekur fram að konan sé líka stór aðili að máliu og fórnarlamb. Gunnar Smári Egilsson, framkvæmdastjóri 365, neitaði að tjá sig um málið fyrir fréttir, enda væri það alfarið ritstjórnarlegs eðlis. Fréttir Innlent Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Fleiri fréttir Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Sjá meira
Eiríkur Jónsson, blaðamaður Hér og nú, neitar því að nokkuð sé óeðlilegt við fréttaflutning blaðsins af fjölskyldumálum Bubba Morthens. Í fréttum Stöðvar 2 í gær sagðist Bubbi ætla að fara í mál við þá sem bæru ábyrgð á forsíðufréttum Hér og nú. Í síðustu viku var því slegið upp á forsíðu blaðsins að Brynja hefði haldið framhjá Bubba og í vikunni á undan var forsíðufyrirsögnin tvö orð: „Bubbi fallinn!“ Við nánari athugun vísaði fyrirsögnin til þess að Bubbi væri byrjaður að reykja á nýjan leik. Bubbi kallar þessa nýju blaðamennsku ofbeldi. Einn þeirra sem hann nefndi sérstaklega til sögunnar í viðtalinu í gær var Eiríkur Jónsson sem er í ritstjórn Hér og nú. Bubbi kveðst geta skorað á Mikael Torfason, ritstjóra DV, Gunnar Smára Egilsson, forstjóra 365 fjölmiðla sem gefa út Hér og nú, og Eirík, í bardaga inni í hnefaleikahring og þar myndi hann berja þá í klessu. Hann segir þetta ekkert ósvipað. Eiríkur segir hins vegar ekkert óeðlilegt við umfjöllun blaðsins um Bubba. DV hafi stundað þetta lengi. Aftur á móti hafi aðrir fjölmiðlar ekki sinnt því hlutverki sínu að miðla upplýsingum til lesenda og hlustenda heldur skammtað upplýsingarnar. Aðspurður hvort ekki sé of langt gengið með áðurnefndum fréttum og forsíðum spyr Eiríkur á móti hvort framhjáhald sé bannorð í íslenskri tungu eða íslenskum fjölmiðlum þegar 60% allra hjónabanda endi með skilnaði. „Og í 90% tilvika hefur verið um framhjáhald að ræða býst ég við,“ segir Eiríkur. Eiríkur segist skilja að Bubbi sé sár; hann sjálfur myndi vera svekktur og sár ef hann væri Bubbi. Þetta sé hins vegar gamla sagan um að skjóta boðbera illra tíðinda. Það sé ekki Hér og nú sem standi í framhjáhaldi eða sé að skilja. Blaðið segi aðeins fréttir af atburðunum. Aðspurður segir Eiríkur konu mannsins, sem sagður er hafa átt vingott við fyrrverandi konu Bubba, standa við hvert einasta orð. Og Eiríkur tekur fram að konan sé líka stór aðili að máliu og fórnarlamb. Gunnar Smári Egilsson, framkvæmdastjóri 365, neitaði að tjá sig um málið fyrir fréttir, enda væri það alfarið ritstjórnarlegs eðlis.
Fréttir Innlent Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Fleiri fréttir Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Sjá meira