Eðlilegur fréttaflutningur 27. júní 2005 00:01 Eiríkur Jónsson, blaðamaður Hér og nú, neitar því að nokkuð sé óeðlilegt við fréttaflutning blaðsins af fjölskyldumálum Bubba Morthens. Í fréttum Stöðvar 2 í gær sagðist Bubbi ætla að fara í mál við þá sem bæru ábyrgð á forsíðufréttum Hér og nú. Í síðustu viku var því slegið upp á forsíðu blaðsins að Brynja hefði haldið framhjá Bubba og í vikunni á undan var forsíðufyrirsögnin tvö orð: „Bubbi fallinn!“ Við nánari athugun vísaði fyrirsögnin til þess að Bubbi væri byrjaður að reykja á nýjan leik. Bubbi kallar þessa nýju blaðamennsku ofbeldi. Einn þeirra sem hann nefndi sérstaklega til sögunnar í viðtalinu í gær var Eiríkur Jónsson sem er í ritstjórn Hér og nú. Bubbi kveðst geta skorað á Mikael Torfason, ritstjóra DV, Gunnar Smára Egilsson, forstjóra 365 fjölmiðla sem gefa út Hér og nú, og Eirík, í bardaga inni í hnefaleikahring og þar myndi hann berja þá í klessu. Hann segir þetta ekkert ósvipað. Eiríkur segir hins vegar ekkert óeðlilegt við umfjöllun blaðsins um Bubba. DV hafi stundað þetta lengi. Aftur á móti hafi aðrir fjölmiðlar ekki sinnt því hlutverki sínu að miðla upplýsingum til lesenda og hlustenda heldur skammtað upplýsingarnar. Aðspurður hvort ekki sé of langt gengið með áðurnefndum fréttum og forsíðum spyr Eiríkur á móti hvort framhjáhald sé bannorð í íslenskri tungu eða íslenskum fjölmiðlum þegar 60% allra hjónabanda endi með skilnaði. „Og í 90% tilvika hefur verið um framhjáhald að ræða býst ég við,“ segir Eiríkur. Eiríkur segist skilja að Bubbi sé sár; hann sjálfur myndi vera svekktur og sár ef hann væri Bubbi. Þetta sé hins vegar gamla sagan um að skjóta boðbera illra tíðinda. Það sé ekki Hér og nú sem standi í framhjáhaldi eða sé að skilja. Blaðið segi aðeins fréttir af atburðunum. Aðspurður segir Eiríkur konu mannsins, sem sagður er hafa átt vingott við fyrrverandi konu Bubba, standa við hvert einasta orð. Og Eiríkur tekur fram að konan sé líka stór aðili að máliu og fórnarlamb. Gunnar Smári Egilsson, framkvæmdastjóri 365, neitaði að tjá sig um málið fyrir fréttir, enda væri það alfarið ritstjórnarlegs eðlis. Fréttir Innlent Mest lesið Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Erlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Fleiri fréttir Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Sjá meira
Eiríkur Jónsson, blaðamaður Hér og nú, neitar því að nokkuð sé óeðlilegt við fréttaflutning blaðsins af fjölskyldumálum Bubba Morthens. Í fréttum Stöðvar 2 í gær sagðist Bubbi ætla að fara í mál við þá sem bæru ábyrgð á forsíðufréttum Hér og nú. Í síðustu viku var því slegið upp á forsíðu blaðsins að Brynja hefði haldið framhjá Bubba og í vikunni á undan var forsíðufyrirsögnin tvö orð: „Bubbi fallinn!“ Við nánari athugun vísaði fyrirsögnin til þess að Bubbi væri byrjaður að reykja á nýjan leik. Bubbi kallar þessa nýju blaðamennsku ofbeldi. Einn þeirra sem hann nefndi sérstaklega til sögunnar í viðtalinu í gær var Eiríkur Jónsson sem er í ritstjórn Hér og nú. Bubbi kveðst geta skorað á Mikael Torfason, ritstjóra DV, Gunnar Smára Egilsson, forstjóra 365 fjölmiðla sem gefa út Hér og nú, og Eirík, í bardaga inni í hnefaleikahring og þar myndi hann berja þá í klessu. Hann segir þetta ekkert ósvipað. Eiríkur segir hins vegar ekkert óeðlilegt við umfjöllun blaðsins um Bubba. DV hafi stundað þetta lengi. Aftur á móti hafi aðrir fjölmiðlar ekki sinnt því hlutverki sínu að miðla upplýsingum til lesenda og hlustenda heldur skammtað upplýsingarnar. Aðspurður hvort ekki sé of langt gengið með áðurnefndum fréttum og forsíðum spyr Eiríkur á móti hvort framhjáhald sé bannorð í íslenskri tungu eða íslenskum fjölmiðlum þegar 60% allra hjónabanda endi með skilnaði. „Og í 90% tilvika hefur verið um framhjáhald að ræða býst ég við,“ segir Eiríkur. Eiríkur segist skilja að Bubbi sé sár; hann sjálfur myndi vera svekktur og sár ef hann væri Bubbi. Þetta sé hins vegar gamla sagan um að skjóta boðbera illra tíðinda. Það sé ekki Hér og nú sem standi í framhjáhaldi eða sé að skilja. Blaðið segi aðeins fréttir af atburðunum. Aðspurður segir Eiríkur konu mannsins, sem sagður er hafa átt vingott við fyrrverandi konu Bubba, standa við hvert einasta orð. Og Eiríkur tekur fram að konan sé líka stór aðili að máliu og fórnarlamb. Gunnar Smári Egilsson, framkvæmdastjóri 365, neitaði að tjá sig um málið fyrir fréttir, enda væri það alfarið ritstjórnarlegs eðlis.
Fréttir Innlent Mest lesið Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Erlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Fleiri fréttir Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Sjá meira