Lífið

Björk syngur á Live 8

Björk Guðmundssdóttir mun vera á meðal þeirra sem syngur á Live 8 tónleikunum í Tókýó í Japan þann 2. júlí næstkomandi. Tónleikarnir eru einir af mörgum sem haldnir verða samtímis víða um heim til að vekja athygli á aðstæðum bágstaddra í Afríku. Tónlistarmaðurinn Bob Geldof stendur fyrir tónleikunum en hann stóð einnig fyrir Live Aid tónleikunum fyrir tuttugu árum. Flest stærstu nöfn tónlistarheimsins munu koma fram á tónleikunum og má þar nefna Coldplay, Elton John og Pink Floyd.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.