Seltirningar völdu S-tillögu 25. júní 2005 00:01 Meirihluti Seltirninga veitti í gær svokallaðri S-tillögu brautargengi í almennum kosningum um skipulag í bænum. Kosið var milli tveggja tillaga um framtíðaruppbyggingu á Hrófskálamel þar sem frystihúsið Ísbjörninn stóð áður og við Suðurströnd. Deilt var um hvort gervigrasvöllur ætti að vera austan eða vestan við íþróttamiðstöð bæjarins. S-tillaga gerir ráð fyrir að gervigrasvöllurinn kæmi vestan við íþróttamiðstöðina við Suðurströnd og að á Hrólfsskálamel verði byggðar 90 nýjar íbúðir fyrir um það bil 240 íbúa. H-tillagan gerði hinsvegar ráð fyrir því að gervigrasvöllurinn yrði settur niður á Hrólfsskálamel og að íbúðarbyggð yrði reist þar sem S-tillaga gerir ráð fyrir vellinum. Samkvæmt H-tillögunni yrðu byggðar 130 nýjar íbúðir sem hýsa myndu um 350 íbúa. Þegar blaðið fór í prentun var búið að telja um tvo þriðju hluta greiddra atkvæða og hafði S-tillagan hlotið um 56 prósent gegn um 42 prósentum H-tillögunnar. Um 52 prósent kosningabærra manna greiddu atkvæði. Gervigrasvöllurinn verður því þar sem malarvöllurinn er nú, sunnan við Valhúsaskóla og vestan við íþróttamiðstöðina. Niðurstöður kosninganna eru bindandi fyrir bæjarstjórn. "Ég gleðst mjög yfir þessu," segir Þór Whitehead, ötull stuðningsmaður S-tillögunnar. "Þarna kemur fram vilji fólksins, ef úrslit ráðast eins og fyrstu tölur benda til." Þá segist Þór einnig fagna hversu margir tóku þátt í kosningunni og skynsemin hafi sigrað í baráttunni fyrir betra skipulagi á Seltjarnarnesi. "Við lítum svo að þessi barátta, sem hófst í fyrra gegn skipulagstillögum sem bæjarstjórnin hafði sameinast um, hafi skilað lokaárangri í þessum úrslitum." Fréttir Innlent Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Skotárás á Times Square Erlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Fleiri fréttir Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira
Meirihluti Seltirninga veitti í gær svokallaðri S-tillögu brautargengi í almennum kosningum um skipulag í bænum. Kosið var milli tveggja tillaga um framtíðaruppbyggingu á Hrófskálamel þar sem frystihúsið Ísbjörninn stóð áður og við Suðurströnd. Deilt var um hvort gervigrasvöllur ætti að vera austan eða vestan við íþróttamiðstöð bæjarins. S-tillaga gerir ráð fyrir að gervigrasvöllurinn kæmi vestan við íþróttamiðstöðina við Suðurströnd og að á Hrólfsskálamel verði byggðar 90 nýjar íbúðir fyrir um það bil 240 íbúa. H-tillagan gerði hinsvegar ráð fyrir því að gervigrasvöllurinn yrði settur niður á Hrólfsskálamel og að íbúðarbyggð yrði reist þar sem S-tillaga gerir ráð fyrir vellinum. Samkvæmt H-tillögunni yrðu byggðar 130 nýjar íbúðir sem hýsa myndu um 350 íbúa. Þegar blaðið fór í prentun var búið að telja um tvo þriðju hluta greiddra atkvæða og hafði S-tillagan hlotið um 56 prósent gegn um 42 prósentum H-tillögunnar. Um 52 prósent kosningabærra manna greiddu atkvæði. Gervigrasvöllurinn verður því þar sem malarvöllurinn er nú, sunnan við Valhúsaskóla og vestan við íþróttamiðstöðina. Niðurstöður kosninganna eru bindandi fyrir bæjarstjórn. "Ég gleðst mjög yfir þessu," segir Þór Whitehead, ötull stuðningsmaður S-tillögunnar. "Þarna kemur fram vilji fólksins, ef úrslit ráðast eins og fyrstu tölur benda til." Þá segist Þór einnig fagna hversu margir tóku þátt í kosningunni og skynsemin hafi sigrað í baráttunni fyrir betra skipulagi á Seltjarnarnesi. "Við lítum svo að þessi barátta, sem hófst í fyrra gegn skipulagstillögum sem bæjarstjórnin hafði sameinast um, hafi skilað lokaárangri í þessum úrslitum."
Fréttir Innlent Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Skotárás á Times Square Erlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Fleiri fréttir Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira