Lífið

Allt á floti á Glastonbury

Það eru allir frekar blautir á Glastonbury-tónlistarhátíðinni sem hófst í gær á Bretlandi. Ástæðan er einföld: þar hefur rignt eins og hellt væri úr fötu svo að fresta varð tónleikahaldi. Hátíðin hófst með trukki og dýfu í gær - eða þannig. Eftir sex tíma samfellt regn, þegar hátíðargestir stóðu í vatni upp á ökkla og rafmagn sló á köflum út, sáu skipuleggjendur sér þann kost vænstan að slá öllu heila á frest, þó aðeins um nokkurra stunda skeið. Útvarpsútsending féll niður þar sem búnaði til hennar var komið frá skammt frá bökkum ár sem var farin að flæða yfir bakka sína. Í dag hafði stytt upp og þúsundir tóku gleði sína á ný. Stemningin náði hámarki þegar Bob Geldof birtist á sviðinu til að vekja athygli á LIVE 8 og baráttunni gegn fátækt. Skipuleggjendur hátíðarinnar opnuðu ný tjaldsvæði þar sem hin höfðu breyst í forarsvað og frægustu popparar samtímans stigu á stokk hver af öðrum. Meðal þeirra sem troða upp í ár eru White Stripes, Coldplay, Keane, The Thrills og svo gömlu kempurnar, Elvis Costello og Brian Wilson.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.