Aðgerðir gegn hallarekstri 24. júní 2005 00:01 Háskólaráð Háskólans á Akureyri samþykkti í gær tillögur til þess að draga úr rekstrarkostnaði skólans. Ráðið skipaði jafnframt starfshóp sem fara á yfir rekstrarkostnað og skipulag Auðlindadeildar, Upplýsingatæknideildar og og Félagsvísinda- og langadeildar skólans. Hópurinn á að skila áliti fyrir miðjan október næstkomandi. Samþykkt var á fundi ráðsins í gær að ráðast strax í ákveðnar aðgerðir. "Rekstrargrundvöllur Upplýsingatæknideildar hefur verið ótraustur undanfarið ár og ákvað ráðið því að innrita ekki nýja nemendur á þessu ári," segir Þorsteinn Gunnarsson rektor. "Jafnframt verður auðlindadeildin endurskoðuð með það að markmiði að ná fram rekstrarhagræðingu. Þá verður námsframboð félagsvísinda- og lagadeildar einnig endurskoðað í sparnaðarskyni." Fulltrúar í háskólaráðinu benda á að Háskólinn á Akureyri hafi undanfarin misseri ráðist í umfangsmiklar og erfiðar aðgerðir til að draga úr kostnaði, meðal annars með því að auka samakennslu og fækka námskeiðum. Ráðið kveðst fara í ofangreindar aðgerðir í trausti þess að stjórnvöld styðji háskólann áfram og komi til móts við fjárhagsvanda hans, meðal annars með auknum fjárframlögum þannig að hann geti framfylgt þeim markmiðum sem löggjafinn hafi sett honum. Í nýrri skýrslu Ríkisendurskoðunar kemur fram að Háskólinn á Akureyri hafi verið rekinn með halla frá árinu 2002 og í árslok hafi hann numið alls um 278 milljónum króna. Tekið er fram í skýrslunni að nemendafjöldinn við skólann hafi verið mun meiri en fjárlög gerðu ráð fyrir. Ríkisendurskoðun rekur í skýrslu sinni sparnaðaraðgerir undanfarinna ára. Sett hafi verið yfirvinnuþak og gripið til fjöldatakmarkana svo nokkuð sé nefnt. Ríkisendurskoðun telur þrátt fyrir þetta að forsvarsmenn Háskólans á Akureyri hafi brugðist allt of seint við vandanum þar sem ljóst var þegar árið 2002 að rekstrarumfang hafi verið komið fram úr fjárheimildum. Þá segir í skýrslunni að menntamálaráðuneytinu hafi borið að grípa til nauðsynlegra aðgerða þegar ekki bólaði á nauðsynlegum aðgerðum árið 2003. Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Sjá meira
Háskólaráð Háskólans á Akureyri samþykkti í gær tillögur til þess að draga úr rekstrarkostnaði skólans. Ráðið skipaði jafnframt starfshóp sem fara á yfir rekstrarkostnað og skipulag Auðlindadeildar, Upplýsingatæknideildar og og Félagsvísinda- og langadeildar skólans. Hópurinn á að skila áliti fyrir miðjan október næstkomandi. Samþykkt var á fundi ráðsins í gær að ráðast strax í ákveðnar aðgerðir. "Rekstrargrundvöllur Upplýsingatæknideildar hefur verið ótraustur undanfarið ár og ákvað ráðið því að innrita ekki nýja nemendur á þessu ári," segir Þorsteinn Gunnarsson rektor. "Jafnframt verður auðlindadeildin endurskoðuð með það að markmiði að ná fram rekstrarhagræðingu. Þá verður námsframboð félagsvísinda- og lagadeildar einnig endurskoðað í sparnaðarskyni." Fulltrúar í háskólaráðinu benda á að Háskólinn á Akureyri hafi undanfarin misseri ráðist í umfangsmiklar og erfiðar aðgerðir til að draga úr kostnaði, meðal annars með því að auka samakennslu og fækka námskeiðum. Ráðið kveðst fara í ofangreindar aðgerðir í trausti þess að stjórnvöld styðji háskólann áfram og komi til móts við fjárhagsvanda hans, meðal annars með auknum fjárframlögum þannig að hann geti framfylgt þeim markmiðum sem löggjafinn hafi sett honum. Í nýrri skýrslu Ríkisendurskoðunar kemur fram að Háskólinn á Akureyri hafi verið rekinn með halla frá árinu 2002 og í árslok hafi hann numið alls um 278 milljónum króna. Tekið er fram í skýrslunni að nemendafjöldinn við skólann hafi verið mun meiri en fjárlög gerðu ráð fyrir. Ríkisendurskoðun rekur í skýrslu sinni sparnaðaraðgerir undanfarinna ára. Sett hafi verið yfirvinnuþak og gripið til fjöldatakmarkana svo nokkuð sé nefnt. Ríkisendurskoðun telur þrátt fyrir þetta að forsvarsmenn Háskólans á Akureyri hafi brugðist allt of seint við vandanum þar sem ljóst var þegar árið 2002 að rekstrarumfang hafi verið komið fram úr fjárheimildum. Þá segir í skýrslunni að menntamálaráðuneytinu hafi borið að grípa til nauðsynlegra aðgerða þegar ekki bólaði á nauðsynlegum aðgerðum árið 2003.
Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Sjá meira