Aðgerðir til hagræðingar í Háskólanum á Akureyri 24. júní 2005 00:01 Háskólaráð Háskólans á Akureyri hefur samþykkt að ráðast í aðgerðir til að draga úr rekstrarkostnaði Sérstakur starfshópur hefur verið skipaður sem fara á yfir rekstrarkostnað og endurskipulagningu deilda. Í tilkynningu frá Háskólanum á Akureyri segir að Háskólaráð skólans taki undir þær áhyggjur sem komið hafa fram á opinberum vettvangi um rekstrarvanda háskólans. Fyrir liggi að fjárveitingar nægji ekki til að greiða þann kennslukostnað sem núverandi námsframboð leiðir af sér. Að jafnaði skorti a.m.k. 40 milljónir króna á ári til að endar nái saman. "Eindreginn vilji er til þess að ná sparnaði svo jafnvægi náist í rekstri. Því hefur verið samþykkt að ráðast í aðgerðir til að draga úr rekstrarkostnaði. Skipaður hefur verið sérstakur starfshópur sem fara á yfir rekstrarkostnað og skipulag Auðlindadeildar, Upplýsingatæknideildar, Félagsvísinda- og lagadeildar, sem og stjórnsýslu og þjónustu háskólans, með það að markmiði að ná fram mögulegum sparnaði. Eins og fram hefur komið að undanförnu á opinberum vettvangi á Háskólinn á Akureyri við rekstrarvanda að etja sem stjórnvöldum hefur verið gerð grein fyrir. Háskólaráð og stjórnendur Háskólans á Akureyri taka undir þessar áhyggjur um rekstrarvanda háskólans. Að fengnum viðbrögðum fulltrúa stjórnvalda um þau bjargráð sem unnt er að leggja háskólanum til, liggur fyrir að fjárveitingar nægja ekki til að greiða þann kennslukostnað sem núverandi námsframboð leiðir af sér. Skortir þar a.m.k. 40 m.kr. á ári að jafnaði til að endar nái saman," segir í tilkynningunni. Á undanförnum árum hefur verið mikill vöxtur í starfsemi Háskólans á Akureyri. Nemendum hefur fjölgað verulega og mikil áhersla hefur verið lögð á að efla rannsóknir. Allt þetta hefur leitt til umtalsverðs kostnaðarauka í rekstri skólans. Að stærstum hluta hefur vextinum verið mætt með auknum framlögum ríkisins til kennslu á síðustu árum. Skólinn hefur þó einnig mætt þessum vexti með hagræðingu í starfseminni, t.d. með stækkun nemendahópa og fækkun námskeiða. Mikil fjölgun nemenda og kostnaðarhækkanir valda því að núverandi fjárveitingar duga ekki til að viðhalda óbreyttri starfsemi. Háskólaráð og stjórnendur háskólans hafa fullan hug á að draga úr rekstrarkostnaði svo jafnvægi náist í rekstri. Á fundi sínum, föstudaginn 24. júní samþykkti háskólaráð eftirfarandi aðgerðir í þeim tilgangi: 1. Skipaður hefur verið sérstakur starfshópur sem fara á yfir rekstrarkostnað og endurskipulagningu Auðlindadeildar, Upplýsingatæknideildar, Félagsvísinda- og lagadeildar, sem og stjórnsýslu og þjónustu háskólans, með það að markmiði að ná fram sparnaði. Þar verður hugað að almennum rekstrarkostnaði, samstarfi milli deilda, möguleikum á innheimtu skólagjalda af nemendum frá þriðja landi, sem og starfsmannahaldi. Starfshópurinn mun skila áliti fyrir 15. október nk. 2. Við Háskólann á Akureyri hefur starfað Upplýsingatæknideild frá árinu 2001. Deildin er alþjóðleg og erlendir nemendur hafa einkum sótt í hana, kennt hefur verið á ensku og námið allt sniðið að alþjóðlegum viðmiðum og kröfum. Rekstrargrundvöllur deildarinnar hefur verið ótraustur undanfarið ár og hefur háskólaráð tekið þá ákvörðun að innrita ekki nýja nemendur á þessu ári. 3. Auðlindadeild verður endurskoðuð með það að markmiði að ná fram rekstrarhagræðingu. 4. Námsframboð félagsvísinda- og lagadeildar verður endurskoðað með það að leiðarljósi að ná fram sparnaði. Undanfarin misseri hefur Háskólinn ráðist í umfangsmiklar og afar erfiðar aðgerðir til að draga úr kostnaði meðal annars með því að auka samkennslu og fækka námskeiðum. Áfram verður unnið að útfærslu þeirra hagræðingaraðgerða sem þegar hafa verið ákveðnar og háskólaráð hefur fjallað um fyrr á árinu. Í æ ríkari mæli er gerð krafa um að fólk afli sér háskólamenntunar til að vinna störf sín. Lágmarkskrafan í atvinnulífinu er víða að verða fyrsta háskólagráða. Sífellt fjölgar þeim sem eldri eru og hafa þegar tekið virkan þátt í atvinnulífinu, er kjósa að endurnýja og auka við menntun sína. Fyrirsjáanlegt er að þessi hópur fari stækkandi á næstu árum, m.a. vegna þess að atvinnulífið krefst nýrrar kunnáttu og færni. Af þessum ástæðum eru miklar væntingar og kröfur settar fram til starfsemi Háskólans á Akureyri enda skiptir starfsemi hans miklu máli í þekkingu, nýsköpun og félagsauð á landsbyggðinni. Forsvarsmenn Háksólans á Akureryi segjast fara í ofangreindar aðgerðir í trausti þess að stjórnvöld styðji hann áfram og komi til móts við fjárhagsvanda skólans, m.a. með auknum fjárframlögum þannig að háskólinn geti framfylgt þeim markmiðum sem löggjafinn hefur sett honum. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Fleiri fréttir Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Sjá meira
Háskólaráð Háskólans á Akureyri hefur samþykkt að ráðast í aðgerðir til að draga úr rekstrarkostnaði Sérstakur starfshópur hefur verið skipaður sem fara á yfir rekstrarkostnað og endurskipulagningu deilda. Í tilkynningu frá Háskólanum á Akureyri segir að Háskólaráð skólans taki undir þær áhyggjur sem komið hafa fram á opinberum vettvangi um rekstrarvanda háskólans. Fyrir liggi að fjárveitingar nægji ekki til að greiða þann kennslukostnað sem núverandi námsframboð leiðir af sér. Að jafnaði skorti a.m.k. 40 milljónir króna á ári til að endar nái saman. "Eindreginn vilji er til þess að ná sparnaði svo jafnvægi náist í rekstri. Því hefur verið samþykkt að ráðast í aðgerðir til að draga úr rekstrarkostnaði. Skipaður hefur verið sérstakur starfshópur sem fara á yfir rekstrarkostnað og skipulag Auðlindadeildar, Upplýsingatæknideildar, Félagsvísinda- og lagadeildar, sem og stjórnsýslu og þjónustu háskólans, með það að markmiði að ná fram mögulegum sparnaði. Eins og fram hefur komið að undanförnu á opinberum vettvangi á Háskólinn á Akureyri við rekstrarvanda að etja sem stjórnvöldum hefur verið gerð grein fyrir. Háskólaráð og stjórnendur Háskólans á Akureyri taka undir þessar áhyggjur um rekstrarvanda háskólans. Að fengnum viðbrögðum fulltrúa stjórnvalda um þau bjargráð sem unnt er að leggja háskólanum til, liggur fyrir að fjárveitingar nægja ekki til að greiða þann kennslukostnað sem núverandi námsframboð leiðir af sér. Skortir þar a.m.k. 40 m.kr. á ári að jafnaði til að endar nái saman," segir í tilkynningunni. Á undanförnum árum hefur verið mikill vöxtur í starfsemi Háskólans á Akureyri. Nemendum hefur fjölgað verulega og mikil áhersla hefur verið lögð á að efla rannsóknir. Allt þetta hefur leitt til umtalsverðs kostnaðarauka í rekstri skólans. Að stærstum hluta hefur vextinum verið mætt með auknum framlögum ríkisins til kennslu á síðustu árum. Skólinn hefur þó einnig mætt þessum vexti með hagræðingu í starfseminni, t.d. með stækkun nemendahópa og fækkun námskeiða. Mikil fjölgun nemenda og kostnaðarhækkanir valda því að núverandi fjárveitingar duga ekki til að viðhalda óbreyttri starfsemi. Háskólaráð og stjórnendur háskólans hafa fullan hug á að draga úr rekstrarkostnaði svo jafnvægi náist í rekstri. Á fundi sínum, föstudaginn 24. júní samþykkti háskólaráð eftirfarandi aðgerðir í þeim tilgangi: 1. Skipaður hefur verið sérstakur starfshópur sem fara á yfir rekstrarkostnað og endurskipulagningu Auðlindadeildar, Upplýsingatæknideildar, Félagsvísinda- og lagadeildar, sem og stjórnsýslu og þjónustu háskólans, með það að markmiði að ná fram sparnaði. Þar verður hugað að almennum rekstrarkostnaði, samstarfi milli deilda, möguleikum á innheimtu skólagjalda af nemendum frá þriðja landi, sem og starfsmannahaldi. Starfshópurinn mun skila áliti fyrir 15. október nk. 2. Við Háskólann á Akureyri hefur starfað Upplýsingatæknideild frá árinu 2001. Deildin er alþjóðleg og erlendir nemendur hafa einkum sótt í hana, kennt hefur verið á ensku og námið allt sniðið að alþjóðlegum viðmiðum og kröfum. Rekstrargrundvöllur deildarinnar hefur verið ótraustur undanfarið ár og hefur háskólaráð tekið þá ákvörðun að innrita ekki nýja nemendur á þessu ári. 3. Auðlindadeild verður endurskoðuð með það að markmiði að ná fram rekstrarhagræðingu. 4. Námsframboð félagsvísinda- og lagadeildar verður endurskoðað með það að leiðarljósi að ná fram sparnaði. Undanfarin misseri hefur Háskólinn ráðist í umfangsmiklar og afar erfiðar aðgerðir til að draga úr kostnaði meðal annars með því að auka samkennslu og fækka námskeiðum. Áfram verður unnið að útfærslu þeirra hagræðingaraðgerða sem þegar hafa verið ákveðnar og háskólaráð hefur fjallað um fyrr á árinu. Í æ ríkari mæli er gerð krafa um að fólk afli sér háskólamenntunar til að vinna störf sín. Lágmarkskrafan í atvinnulífinu er víða að verða fyrsta háskólagráða. Sífellt fjölgar þeim sem eldri eru og hafa þegar tekið virkan þátt í atvinnulífinu, er kjósa að endurnýja og auka við menntun sína. Fyrirsjáanlegt er að þessi hópur fari stækkandi á næstu árum, m.a. vegna þess að atvinnulífið krefst nýrrar kunnáttu og færni. Af þessum ástæðum eru miklar væntingar og kröfur settar fram til starfsemi Háskólans á Akureyri enda skiptir starfsemi hans miklu máli í þekkingu, nýsköpun og félagsauð á landsbyggðinni. Forsvarsmenn Háksólans á Akureryi segjast fara í ofangreindar aðgerðir í trausti þess að stjórnvöld styðji hann áfram og komi til móts við fjárhagsvanda skólans, m.a. með auknum fjárframlögum þannig að háskólinn geti framfylgt þeim markmiðum sem löggjafinn hefur sett honum.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Fleiri fréttir Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Sjá meira