Aðgerðir til hagræðingar í Háskólanum á Akureyri 24. júní 2005 00:01 Háskólaráð Háskólans á Akureyri hefur samþykkt að ráðast í aðgerðir til að draga úr rekstrarkostnaði Sérstakur starfshópur hefur verið skipaður sem fara á yfir rekstrarkostnað og endurskipulagningu deilda. Í tilkynningu frá Háskólanum á Akureyri segir að Háskólaráð skólans taki undir þær áhyggjur sem komið hafa fram á opinberum vettvangi um rekstrarvanda háskólans. Fyrir liggi að fjárveitingar nægji ekki til að greiða þann kennslukostnað sem núverandi námsframboð leiðir af sér. Að jafnaði skorti a.m.k. 40 milljónir króna á ári til að endar nái saman. "Eindreginn vilji er til þess að ná sparnaði svo jafnvægi náist í rekstri. Því hefur verið samþykkt að ráðast í aðgerðir til að draga úr rekstrarkostnaði. Skipaður hefur verið sérstakur starfshópur sem fara á yfir rekstrarkostnað og skipulag Auðlindadeildar, Upplýsingatæknideildar, Félagsvísinda- og lagadeildar, sem og stjórnsýslu og þjónustu háskólans, með það að markmiði að ná fram mögulegum sparnaði. Eins og fram hefur komið að undanförnu á opinberum vettvangi á Háskólinn á Akureyri við rekstrarvanda að etja sem stjórnvöldum hefur verið gerð grein fyrir. Háskólaráð og stjórnendur Háskólans á Akureyri taka undir þessar áhyggjur um rekstrarvanda háskólans. Að fengnum viðbrögðum fulltrúa stjórnvalda um þau bjargráð sem unnt er að leggja háskólanum til, liggur fyrir að fjárveitingar nægja ekki til að greiða þann kennslukostnað sem núverandi námsframboð leiðir af sér. Skortir þar a.m.k. 40 m.kr. á ári að jafnaði til að endar nái saman," segir í tilkynningunni. Á undanförnum árum hefur verið mikill vöxtur í starfsemi Háskólans á Akureyri. Nemendum hefur fjölgað verulega og mikil áhersla hefur verið lögð á að efla rannsóknir. Allt þetta hefur leitt til umtalsverðs kostnaðarauka í rekstri skólans. Að stærstum hluta hefur vextinum verið mætt með auknum framlögum ríkisins til kennslu á síðustu árum. Skólinn hefur þó einnig mætt þessum vexti með hagræðingu í starfseminni, t.d. með stækkun nemendahópa og fækkun námskeiða. Mikil fjölgun nemenda og kostnaðarhækkanir valda því að núverandi fjárveitingar duga ekki til að viðhalda óbreyttri starfsemi. Háskólaráð og stjórnendur háskólans hafa fullan hug á að draga úr rekstrarkostnaði svo jafnvægi náist í rekstri. Á fundi sínum, föstudaginn 24. júní samþykkti háskólaráð eftirfarandi aðgerðir í þeim tilgangi: 1. Skipaður hefur verið sérstakur starfshópur sem fara á yfir rekstrarkostnað og endurskipulagningu Auðlindadeildar, Upplýsingatæknideildar, Félagsvísinda- og lagadeildar, sem og stjórnsýslu og þjónustu háskólans, með það að markmiði að ná fram sparnaði. Þar verður hugað að almennum rekstrarkostnaði, samstarfi milli deilda, möguleikum á innheimtu skólagjalda af nemendum frá þriðja landi, sem og starfsmannahaldi. Starfshópurinn mun skila áliti fyrir 15. október nk. 2. Við Háskólann á Akureyri hefur starfað Upplýsingatæknideild frá árinu 2001. Deildin er alþjóðleg og erlendir nemendur hafa einkum sótt í hana, kennt hefur verið á ensku og námið allt sniðið að alþjóðlegum viðmiðum og kröfum. Rekstrargrundvöllur deildarinnar hefur verið ótraustur undanfarið ár og hefur háskólaráð tekið þá ákvörðun að innrita ekki nýja nemendur á þessu ári. 3. Auðlindadeild verður endurskoðuð með það að markmiði að ná fram rekstrarhagræðingu. 4. Námsframboð félagsvísinda- og lagadeildar verður endurskoðað með það að leiðarljósi að ná fram sparnaði. Undanfarin misseri hefur Háskólinn ráðist í umfangsmiklar og afar erfiðar aðgerðir til að draga úr kostnaði meðal annars með því að auka samkennslu og fækka námskeiðum. Áfram verður unnið að útfærslu þeirra hagræðingaraðgerða sem þegar hafa verið ákveðnar og háskólaráð hefur fjallað um fyrr á árinu. Í æ ríkari mæli er gerð krafa um að fólk afli sér háskólamenntunar til að vinna störf sín. Lágmarkskrafan í atvinnulífinu er víða að verða fyrsta háskólagráða. Sífellt fjölgar þeim sem eldri eru og hafa þegar tekið virkan þátt í atvinnulífinu, er kjósa að endurnýja og auka við menntun sína. Fyrirsjáanlegt er að þessi hópur fari stækkandi á næstu árum, m.a. vegna þess að atvinnulífið krefst nýrrar kunnáttu og færni. Af þessum ástæðum eru miklar væntingar og kröfur settar fram til starfsemi Háskólans á Akureyri enda skiptir starfsemi hans miklu máli í þekkingu, nýsköpun og félagsauð á landsbyggðinni. Forsvarsmenn Háksólans á Akureryi segjast fara í ofangreindar aðgerðir í trausti þess að stjórnvöld styðji hann áfram og komi til móts við fjárhagsvanda skólans, m.a. með auknum fjárframlögum þannig að háskólinn geti framfylgt þeim markmiðum sem löggjafinn hefur sett honum. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Fleiri fréttir Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Sjá meira
Háskólaráð Háskólans á Akureyri hefur samþykkt að ráðast í aðgerðir til að draga úr rekstrarkostnaði Sérstakur starfshópur hefur verið skipaður sem fara á yfir rekstrarkostnað og endurskipulagningu deilda. Í tilkynningu frá Háskólanum á Akureyri segir að Háskólaráð skólans taki undir þær áhyggjur sem komið hafa fram á opinberum vettvangi um rekstrarvanda háskólans. Fyrir liggi að fjárveitingar nægji ekki til að greiða þann kennslukostnað sem núverandi námsframboð leiðir af sér. Að jafnaði skorti a.m.k. 40 milljónir króna á ári til að endar nái saman. "Eindreginn vilji er til þess að ná sparnaði svo jafnvægi náist í rekstri. Því hefur verið samþykkt að ráðast í aðgerðir til að draga úr rekstrarkostnaði. Skipaður hefur verið sérstakur starfshópur sem fara á yfir rekstrarkostnað og skipulag Auðlindadeildar, Upplýsingatæknideildar, Félagsvísinda- og lagadeildar, sem og stjórnsýslu og þjónustu háskólans, með það að markmiði að ná fram mögulegum sparnaði. Eins og fram hefur komið að undanförnu á opinberum vettvangi á Háskólinn á Akureyri við rekstrarvanda að etja sem stjórnvöldum hefur verið gerð grein fyrir. Háskólaráð og stjórnendur Háskólans á Akureyri taka undir þessar áhyggjur um rekstrarvanda háskólans. Að fengnum viðbrögðum fulltrúa stjórnvalda um þau bjargráð sem unnt er að leggja háskólanum til, liggur fyrir að fjárveitingar nægja ekki til að greiða þann kennslukostnað sem núverandi námsframboð leiðir af sér. Skortir þar a.m.k. 40 m.kr. á ári að jafnaði til að endar nái saman," segir í tilkynningunni. Á undanförnum árum hefur verið mikill vöxtur í starfsemi Háskólans á Akureyri. Nemendum hefur fjölgað verulega og mikil áhersla hefur verið lögð á að efla rannsóknir. Allt þetta hefur leitt til umtalsverðs kostnaðarauka í rekstri skólans. Að stærstum hluta hefur vextinum verið mætt með auknum framlögum ríkisins til kennslu á síðustu árum. Skólinn hefur þó einnig mætt þessum vexti með hagræðingu í starfseminni, t.d. með stækkun nemendahópa og fækkun námskeiða. Mikil fjölgun nemenda og kostnaðarhækkanir valda því að núverandi fjárveitingar duga ekki til að viðhalda óbreyttri starfsemi. Háskólaráð og stjórnendur háskólans hafa fullan hug á að draga úr rekstrarkostnaði svo jafnvægi náist í rekstri. Á fundi sínum, föstudaginn 24. júní samþykkti háskólaráð eftirfarandi aðgerðir í þeim tilgangi: 1. Skipaður hefur verið sérstakur starfshópur sem fara á yfir rekstrarkostnað og endurskipulagningu Auðlindadeildar, Upplýsingatæknideildar, Félagsvísinda- og lagadeildar, sem og stjórnsýslu og þjónustu háskólans, með það að markmiði að ná fram sparnaði. Þar verður hugað að almennum rekstrarkostnaði, samstarfi milli deilda, möguleikum á innheimtu skólagjalda af nemendum frá þriðja landi, sem og starfsmannahaldi. Starfshópurinn mun skila áliti fyrir 15. október nk. 2. Við Háskólann á Akureyri hefur starfað Upplýsingatæknideild frá árinu 2001. Deildin er alþjóðleg og erlendir nemendur hafa einkum sótt í hana, kennt hefur verið á ensku og námið allt sniðið að alþjóðlegum viðmiðum og kröfum. Rekstrargrundvöllur deildarinnar hefur verið ótraustur undanfarið ár og hefur háskólaráð tekið þá ákvörðun að innrita ekki nýja nemendur á þessu ári. 3. Auðlindadeild verður endurskoðuð með það að markmiði að ná fram rekstrarhagræðingu. 4. Námsframboð félagsvísinda- og lagadeildar verður endurskoðað með það að leiðarljósi að ná fram sparnaði. Undanfarin misseri hefur Háskólinn ráðist í umfangsmiklar og afar erfiðar aðgerðir til að draga úr kostnaði meðal annars með því að auka samkennslu og fækka námskeiðum. Áfram verður unnið að útfærslu þeirra hagræðingaraðgerða sem þegar hafa verið ákveðnar og háskólaráð hefur fjallað um fyrr á árinu. Í æ ríkari mæli er gerð krafa um að fólk afli sér háskólamenntunar til að vinna störf sín. Lágmarkskrafan í atvinnulífinu er víða að verða fyrsta háskólagráða. Sífellt fjölgar þeim sem eldri eru og hafa þegar tekið virkan þátt í atvinnulífinu, er kjósa að endurnýja og auka við menntun sína. Fyrirsjáanlegt er að þessi hópur fari stækkandi á næstu árum, m.a. vegna þess að atvinnulífið krefst nýrrar kunnáttu og færni. Af þessum ástæðum eru miklar væntingar og kröfur settar fram til starfsemi Háskólans á Akureyri enda skiptir starfsemi hans miklu máli í þekkingu, nýsköpun og félagsauð á landsbyggðinni. Forsvarsmenn Háksólans á Akureryi segjast fara í ofangreindar aðgerðir í trausti þess að stjórnvöld styðji hann áfram og komi til móts við fjárhagsvanda skólans, m.a. með auknum fjárframlögum þannig að háskólinn geti framfylgt þeim markmiðum sem löggjafinn hefur sett honum.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Fleiri fréttir Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Sjá meira