Lífið

Tvenns konar Sirkus af stað

Vikuritið Sirkus Reykjavík kom út í fyrsta sinn í dag. Sjónvarpsstöð með sama nafni fer í loftið klukkan tíu í kvöld. Ritstjórar vikublaðsins Sirkuss eru þau Anna Margrét Björnsson og Sigtryggur Magnason. Blaðið verður selt á blaðsölustöðum um land allt og kostar eintakið 300 krónur. Aðalsmerki sjónvarpsstöðvarinnar Sirkuss verður Kvöldþátturinn sem Guðmundur Steingrímsson hefur umsjón með fjögur kvöld í viku en að minnsta kosti tveir aðrir íslenskir þættir verða á dagskrá stöðvarinnar. Annars kennir þar ýmissa erlendra grasa, til dæmis verða þáttaraðirnar um Vini og Seinfeld endursýndar á Sirkusi. Dagskrá Sirkuss verður send út í opinni dagskrá á örbylgju og UHF og eiga um 75 prósent landsmanna að geta náð henni til að byrja með en stefnt er að því að hækka það hlutfall þegar frá líður. Þá verður hægt að fylgjast með dagskrá Sirkuss á nýju VefTV Vísis Sirkusstjóri er Árni Þór Vigfússon og báðir Sirkusarnir eru á vegum 365 ljósvaka- og prentmiðla. Nánar um nokkra sjónvarpsþætti sem verða á Sirkus TV:Kvöldþátturinn:Beinskeyttur spjall- og skemmtiþáttur þar sem viðburðir dagsins eru hafðir að háði og spotti. Stjörnur og afreksfólk af öllum sviðum samfélagsins koma í viðtöl og verða spurð spjörunum úr. Kvöldþátturinn veltir sér upp úr undarlegum hliðum á þjóðfélagsmálunum og tíðarandanum og er með fingurinn á púlsinum á skemmtanalífinu. Í anda vinsælla erlendra kvöldþátta, eins og Dailyshow og The Late Show, er snarpur húmor alltaf í fyrirrúmi. Auk þess verður þátturinn kryddaður með innslögum úr öllum áttum,  frá alls kyns grínistum, þjóðkunnum sem og ókunnugum sem vilja láta ljós sitt skína. Aðalþáttastjórnandi er Guðmundur Steingrímsson og honum til aðstoðar eru þær Halldóra Rut Bjarnadóttir og Sigríður PétursdóttirSjáðu:Fegurðardrottningin Unnur Birna Vilhjálmsdóttir sýnir okkur allt það heitasta í kvikmyndaheiminum. Nýjustu myndirnar, vinsælustu myndir síðustu viku og heitustu DVD diskarnir er meðal atriða sem verður kynnt í þessum eina kvikmyndaþætti landsins. Íslenski Popplistinn:Hinn eini sanni Jónsi  fer með okkur í gegnum 20 vinsælustu lög vikunnar á Íslandi og  tekur púlsinn á öllu því heitasta í dag. Allt frá væntanlegum tónleikum til nýrra myndbanda, þá getur þú verið viss um að sjá það fyrst hér í íslenska Popp-listanum. True Calling:Þættir í anda Quantum Leap. Tru Davis er læknanemi sem ræður sig í vinnu í líkhúsi. Þar uppgötvar hún dulda hæfileika sem gætu bjargað mannslífum. Tru getur upplifað sama daginn aftur og þannig komið í veg fyrir ótímabæran dauða fólks. Í kappi við tímann og að reyna að bjarga sínum eigin málum er spurningin: Nær hún því ?? American Dad:Frá höfundum Family Guy kemur ný teiknimyndasería um mann sem gerir allt til þess að vernda landið sitt. Stan Smith er útsendari CIA og er alltaf á varðbergi fyrir hryðjuverkahættum.  Fjölskyldulíf hans er heldur óvenjulegt því fyrir utan konu hans og börn búa á heimilinu kaldhæðna geimveran Roger sem leiðist ekkiaðfá sér í glas og Klaus sem er þýskumælandi gullfiskur. Frábær sería sem gefur Family Guy ekkert eftir. Joan of Arcadia:Sagan af Jóhönnu af Örk færð í nútímann. Táningsstelpan Joan er nýflutt til smábæjarins Arcadia þegar skrítnar uppákomur fara að henda hana. Hún fer að fá skilaboð frá Guði sem fer að segja henni að gera alls kyns hluti sem hún gerir. Þessu nýja hlutverki þarf hún síðan að koma inn í daglega líf hennar sem reynist ekki auðvelt. Þáttaröðin var tilnefnd til Emmy verðlauna auk þess sem hún hlaut People´s Choice Award fyrir bestu dramaþættina.  Rescue Me:Frábærir þættir um hóp slökkviliðsmanna í New York borg þar sem alltaf er eitthvað í gangi. Ef það eru ekki vandamál í vinnunni þá er það einkalífið sem angrar þá. Ekki hjálpar það til að mennirnir eru enn að takast á við afleiðingar 11.september sem hafði mikil áhrif á hópinn, en þar féllu margir félagar þeirra í valinn. Denis Leary fer með aðalhlutverkið í þessari þáttaröð sem slegið hefur í gegn vestan hafs. Newlyweds:Í þessum þáttum er fylgst með poppsöngkonunni Jessicu Simpson og eiginmanni hennar Nick Lachey. Myndavélar fylgja skötuhjúunum hvert fótmál og fá áhorfendur að sjá hvert gullkornið á eftir öðru fara í loftið. Nú getur þú séð hvernig fræga fólkið er í raun heima hjá sér því þetta er nú bara venjulegt fólk..eða hvað?? Letterman:Hinn ókrýndi konungur spjallþáttanna heldur áfram að skemmta okkur kvöld eftir kvöld. Ekkert er heilagt hjá Letterman sem hikar ekki við að skjóta á fræga fólkið föstum skotum. Óhætt er að segja að Letterman hefur aldrei verið betri. Friends:Bestu vinir allra landsmanna eru mættir aftur í sjónvarpið! Ein vinsælasta sjónvarpssería sem gerð hefur verið og ekki að ástæðulausu.  Fylgstu með Ross, Rachel, Joey, Phoebe, Monicu og Chandler frá byrjun. Seinfeld:Þættirnir sem sagðir eru bestu gamanþættir allra tíma!! Nú er byrjað að gefa þessa stórkostlegu þætti út á DVD og því tilvalið að hita upp fyrir útgáfurnar með því að horfa á Jerry og félaga frá fyrsta þætti til hins síðasta.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.