Þrýst á um Vaðlaheiðargöng 23. júní 2005 00:01 Á aðalfundi Greiðrar leiðar á Akureyri síðastliðinn miðvikudag var samþykkt að breyta félaginu úr undirbúningsfélagi vegna Vaðlaheiðarganga við Eyjafjörð í framkvæmdafélag. Jafnframt var ákveðið að auka hlutafé félagsins úr 4,4 milljónum króna í allt að 100 milljónir króna. Pétur Þór Jónasson, stjórnarformaður Greiðrar leiðar, segir að framkvæmdin hafi verið kynnt fyrir samgönguyfirvöldum og í sumar muni félagið óska eftir formlegum viðræðum við Sturlu Böðvarsson samgönguráðherra um aðkomu ríkisins að verkefninu. "Stjórn félagsins hefur rætt við fjármálastofnanir um hugsanlega fjármögnun Vaðlaheiðarganga og lýstu þær allar yfir miklum áhuga á að koma að verkefninu," segir Pétur Þór. Áætlanir Greiðrar leiðar gera ráð fyrir að heildarkostnaður við sjö kílómetra löng göng undir Vaðlaheiði verði rúmir fjórir milljarðar króna. Fram til þessa hafa undirbúningsrannsóknir verið kostaðar af Kaupfélagi Eyfirðinga en auk þess samþykkti stjórn KEA í fyrra að leggja Greiðri leið til allt að 100 milljónir króna eftir að félaginu hefði verið breytt í framkvæmdafélag, eins og nú er búið að gera. Í rekstrarlíkani sem forsvarsmenn Greiðrar leiðar hafa unnið með vegna fjármögnunar og reksturs ganganna er gert ráð fyrir um 500 milljóna króna stofnframlagi frá ríkinu til gerðar Vaðlaheiðarganga, jafnframt því sem virðisaukaskattur verði felldur niður með sama hætti og gert var við gerð Hvalfjarðarganga. Í næsta mánuði hefst undirbúningur að rannsóknarborunum sem varpa eiga ljósi á jarðlögin í heiðinni og gert er ráð fyrir að jarðfræðiskýrsla vegna útboðs verði tilbúin í febrúar á næsta ári. "Að fenginni þeirri skýrslu munum við taka upp viðræður við landeigendur sem eiga landið þar sem göngin verða byggð," segir Pétur Þór. Samkvæmt nýjum tilgangi félagsins mun Greið leið standa fyrir kynningarstarfi, áætlanagerð, jarðfræðirannsóknum, umhverfismati og samningum við ríki og fjárfesta vegna Vaðlaheiðarganga. "Greið leið mun jafnframt fjármagna gerð ganganna og reka þau með innheimtu veggjalda en við reiknum með að veggjöldin verði helmingi lægri en þau sem nú eru innheimt af vegfarendum um Hvalfjarðargöng. Eftir að öll lán vegna framkvæmdanna verða greidd upp, og hlutafé hefur verið greitt til baka til eigenda með hæfilegri ávöxtun, mun Greið leið afhenda ríkissjóði göngin," segir Pétur Þór. Fréttir Innlent Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Fleiri fréttir Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Sjá meira
Á aðalfundi Greiðrar leiðar á Akureyri síðastliðinn miðvikudag var samþykkt að breyta félaginu úr undirbúningsfélagi vegna Vaðlaheiðarganga við Eyjafjörð í framkvæmdafélag. Jafnframt var ákveðið að auka hlutafé félagsins úr 4,4 milljónum króna í allt að 100 milljónir króna. Pétur Þór Jónasson, stjórnarformaður Greiðrar leiðar, segir að framkvæmdin hafi verið kynnt fyrir samgönguyfirvöldum og í sumar muni félagið óska eftir formlegum viðræðum við Sturlu Böðvarsson samgönguráðherra um aðkomu ríkisins að verkefninu. "Stjórn félagsins hefur rætt við fjármálastofnanir um hugsanlega fjármögnun Vaðlaheiðarganga og lýstu þær allar yfir miklum áhuga á að koma að verkefninu," segir Pétur Þór. Áætlanir Greiðrar leiðar gera ráð fyrir að heildarkostnaður við sjö kílómetra löng göng undir Vaðlaheiði verði rúmir fjórir milljarðar króna. Fram til þessa hafa undirbúningsrannsóknir verið kostaðar af Kaupfélagi Eyfirðinga en auk þess samþykkti stjórn KEA í fyrra að leggja Greiðri leið til allt að 100 milljónir króna eftir að félaginu hefði verið breytt í framkvæmdafélag, eins og nú er búið að gera. Í rekstrarlíkani sem forsvarsmenn Greiðrar leiðar hafa unnið með vegna fjármögnunar og reksturs ganganna er gert ráð fyrir um 500 milljóna króna stofnframlagi frá ríkinu til gerðar Vaðlaheiðarganga, jafnframt því sem virðisaukaskattur verði felldur niður með sama hætti og gert var við gerð Hvalfjarðarganga. Í næsta mánuði hefst undirbúningur að rannsóknarborunum sem varpa eiga ljósi á jarðlögin í heiðinni og gert er ráð fyrir að jarðfræðiskýrsla vegna útboðs verði tilbúin í febrúar á næsta ári. "Að fenginni þeirri skýrslu munum við taka upp viðræður við landeigendur sem eiga landið þar sem göngin verða byggð," segir Pétur Þór. Samkvæmt nýjum tilgangi félagsins mun Greið leið standa fyrir kynningarstarfi, áætlanagerð, jarðfræðirannsóknum, umhverfismati og samningum við ríki og fjárfesta vegna Vaðlaheiðarganga. "Greið leið mun jafnframt fjármagna gerð ganganna og reka þau með innheimtu veggjalda en við reiknum með að veggjöldin verði helmingi lægri en þau sem nú eru innheimt af vegfarendum um Hvalfjarðargöng. Eftir að öll lán vegna framkvæmdanna verða greidd upp, og hlutafé hefur verið greitt til baka til eigenda með hæfilegri ávöxtun, mun Greið leið afhenda ríkissjóði göngin," segir Pétur Þór.
Fréttir Innlent Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Fleiri fréttir Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Sjá meira