Þrýst á um Vaðlaheiðargöng 23. júní 2005 00:01 Á aðalfundi Greiðrar leiðar á Akureyri síðastliðinn miðvikudag var samþykkt að breyta félaginu úr undirbúningsfélagi vegna Vaðlaheiðarganga við Eyjafjörð í framkvæmdafélag. Jafnframt var ákveðið að auka hlutafé félagsins úr 4,4 milljónum króna í allt að 100 milljónir króna. Pétur Þór Jónasson, stjórnarformaður Greiðrar leiðar, segir að framkvæmdin hafi verið kynnt fyrir samgönguyfirvöldum og í sumar muni félagið óska eftir formlegum viðræðum við Sturlu Böðvarsson samgönguráðherra um aðkomu ríkisins að verkefninu. "Stjórn félagsins hefur rætt við fjármálastofnanir um hugsanlega fjármögnun Vaðlaheiðarganga og lýstu þær allar yfir miklum áhuga á að koma að verkefninu," segir Pétur Þór. Áætlanir Greiðrar leiðar gera ráð fyrir að heildarkostnaður við sjö kílómetra löng göng undir Vaðlaheiði verði rúmir fjórir milljarðar króna. Fram til þessa hafa undirbúningsrannsóknir verið kostaðar af Kaupfélagi Eyfirðinga en auk þess samþykkti stjórn KEA í fyrra að leggja Greiðri leið til allt að 100 milljónir króna eftir að félaginu hefði verið breytt í framkvæmdafélag, eins og nú er búið að gera. Í rekstrarlíkani sem forsvarsmenn Greiðrar leiðar hafa unnið með vegna fjármögnunar og reksturs ganganna er gert ráð fyrir um 500 milljóna króna stofnframlagi frá ríkinu til gerðar Vaðlaheiðarganga, jafnframt því sem virðisaukaskattur verði felldur niður með sama hætti og gert var við gerð Hvalfjarðarganga. Í næsta mánuði hefst undirbúningur að rannsóknarborunum sem varpa eiga ljósi á jarðlögin í heiðinni og gert er ráð fyrir að jarðfræðiskýrsla vegna útboðs verði tilbúin í febrúar á næsta ári. "Að fenginni þeirri skýrslu munum við taka upp viðræður við landeigendur sem eiga landið þar sem göngin verða byggð," segir Pétur Þór. Samkvæmt nýjum tilgangi félagsins mun Greið leið standa fyrir kynningarstarfi, áætlanagerð, jarðfræðirannsóknum, umhverfismati og samningum við ríki og fjárfesta vegna Vaðlaheiðarganga. "Greið leið mun jafnframt fjármagna gerð ganganna og reka þau með innheimtu veggjalda en við reiknum með að veggjöldin verði helmingi lægri en þau sem nú eru innheimt af vegfarendum um Hvalfjarðargöng. Eftir að öll lán vegna framkvæmdanna verða greidd upp, og hlutafé hefur verið greitt til baka til eigenda með hæfilegri ávöxtun, mun Greið leið afhenda ríkissjóði göngin," segir Pétur Þór. Fréttir Innlent Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Sjá meira
Á aðalfundi Greiðrar leiðar á Akureyri síðastliðinn miðvikudag var samþykkt að breyta félaginu úr undirbúningsfélagi vegna Vaðlaheiðarganga við Eyjafjörð í framkvæmdafélag. Jafnframt var ákveðið að auka hlutafé félagsins úr 4,4 milljónum króna í allt að 100 milljónir króna. Pétur Þór Jónasson, stjórnarformaður Greiðrar leiðar, segir að framkvæmdin hafi verið kynnt fyrir samgönguyfirvöldum og í sumar muni félagið óska eftir formlegum viðræðum við Sturlu Böðvarsson samgönguráðherra um aðkomu ríkisins að verkefninu. "Stjórn félagsins hefur rætt við fjármálastofnanir um hugsanlega fjármögnun Vaðlaheiðarganga og lýstu þær allar yfir miklum áhuga á að koma að verkefninu," segir Pétur Þór. Áætlanir Greiðrar leiðar gera ráð fyrir að heildarkostnaður við sjö kílómetra löng göng undir Vaðlaheiði verði rúmir fjórir milljarðar króna. Fram til þessa hafa undirbúningsrannsóknir verið kostaðar af Kaupfélagi Eyfirðinga en auk þess samþykkti stjórn KEA í fyrra að leggja Greiðri leið til allt að 100 milljónir króna eftir að félaginu hefði verið breytt í framkvæmdafélag, eins og nú er búið að gera. Í rekstrarlíkani sem forsvarsmenn Greiðrar leiðar hafa unnið með vegna fjármögnunar og reksturs ganganna er gert ráð fyrir um 500 milljóna króna stofnframlagi frá ríkinu til gerðar Vaðlaheiðarganga, jafnframt því sem virðisaukaskattur verði felldur niður með sama hætti og gert var við gerð Hvalfjarðarganga. Í næsta mánuði hefst undirbúningur að rannsóknarborunum sem varpa eiga ljósi á jarðlögin í heiðinni og gert er ráð fyrir að jarðfræðiskýrsla vegna útboðs verði tilbúin í febrúar á næsta ári. "Að fenginni þeirri skýrslu munum við taka upp viðræður við landeigendur sem eiga landið þar sem göngin verða byggð," segir Pétur Þór. Samkvæmt nýjum tilgangi félagsins mun Greið leið standa fyrir kynningarstarfi, áætlanagerð, jarðfræðirannsóknum, umhverfismati og samningum við ríki og fjárfesta vegna Vaðlaheiðarganga. "Greið leið mun jafnframt fjármagna gerð ganganna og reka þau með innheimtu veggjalda en við reiknum með að veggjöldin verði helmingi lægri en þau sem nú eru innheimt af vegfarendum um Hvalfjarðargöng. Eftir að öll lán vegna framkvæmdanna verða greidd upp, og hlutafé hefur verið greitt til baka til eigenda með hæfilegri ávöxtun, mun Greið leið afhenda ríkissjóði göngin," segir Pétur Þór.
Fréttir Innlent Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Sjá meira