700 neitað í Verzlunarskólanum 23. júní 2005 00:01 Álíka margir nýir nemendur sækja um að komast í framhaldsskóla nú og á síðasta ári, en sá árgangur var mjög stór og erfitt var að finna öllum stað í kerfinu. Nokkrir skólar hafa nú þegar lokið öllum nýskráningum, en það eru þeir skólar sem mest ásókn var í og fylltust í fyrstu skráningalotu. Óvenju mikil aðsókn var að Verslunarskóla Íslands, en 560 sóttu um hann sem aðalskóla en af þeim fengu aðeins 340 skólavist og rúmlega hundrað fleiri nemendum var vísað frá en í fyrra. Aðrir fimmhundruð nemendur sem valið höfðu skólann til vara áttu því enga von um að komast að. Aðstoðarskólastjóri Verslunarskólans taldi sennilegt að þetta væri mesta aðsókn í sögu skólans. Á síðasta ári var aðeins um hundrað vísað frá. Kvennaskólinn þurfti að vísa frá yfir helmingi umsækjenda. 256 sóttu um skólann sem fyrsta val en aðeins var tekið við 135 nýnemum. Þegar tekið er tillit til varaumsókna sem skólanum bárust hefur alls 187 umsóknum verið neitað. Óvenju margir voru teknir í Kvennaskólann á síðasta ári og því komust færri að í ár. Menntaskólinn í Reykjavík og Menntaskólinn við Hamrahlíð höfðu einnig lokið nýskráningum í gær. Rafrænt innritunarkerfi fyrir þá sem voru að ljúka grunnskóla virðist almennt vera að gefa góða raun. Fljótlegt er að senda umsóknir þeirra sem ekki komust inn í fyrsta valskóla yfir á næsta skóla og betri yfirsýn fæst yfir skráningarstöðuna í heild. Einn skólastjórnandi segist þó sakna þess að fá ekki meiri upplýsingar um nemendur, eins og til dæmis um skólasókn. Aðrir skólar eru að ljúka nýskráningum á næstunni. Þótt álíka margir séu að sækja um og á síðasta ári er ástandið þó ekki jafn erfitt. Vonast er til að allir sem þess óska komist í framhaldsnám. Fréttir Innlent Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Fleiri fréttir Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Sjá meira
Álíka margir nýir nemendur sækja um að komast í framhaldsskóla nú og á síðasta ári, en sá árgangur var mjög stór og erfitt var að finna öllum stað í kerfinu. Nokkrir skólar hafa nú þegar lokið öllum nýskráningum, en það eru þeir skólar sem mest ásókn var í og fylltust í fyrstu skráningalotu. Óvenju mikil aðsókn var að Verslunarskóla Íslands, en 560 sóttu um hann sem aðalskóla en af þeim fengu aðeins 340 skólavist og rúmlega hundrað fleiri nemendum var vísað frá en í fyrra. Aðrir fimmhundruð nemendur sem valið höfðu skólann til vara áttu því enga von um að komast að. Aðstoðarskólastjóri Verslunarskólans taldi sennilegt að þetta væri mesta aðsókn í sögu skólans. Á síðasta ári var aðeins um hundrað vísað frá. Kvennaskólinn þurfti að vísa frá yfir helmingi umsækjenda. 256 sóttu um skólann sem fyrsta val en aðeins var tekið við 135 nýnemum. Þegar tekið er tillit til varaumsókna sem skólanum bárust hefur alls 187 umsóknum verið neitað. Óvenju margir voru teknir í Kvennaskólann á síðasta ári og því komust færri að í ár. Menntaskólinn í Reykjavík og Menntaskólinn við Hamrahlíð höfðu einnig lokið nýskráningum í gær. Rafrænt innritunarkerfi fyrir þá sem voru að ljúka grunnskóla virðist almennt vera að gefa góða raun. Fljótlegt er að senda umsóknir þeirra sem ekki komust inn í fyrsta valskóla yfir á næsta skóla og betri yfirsýn fæst yfir skráningarstöðuna í heild. Einn skólastjórnandi segist þó sakna þess að fá ekki meiri upplýsingar um nemendur, eins og til dæmis um skólasókn. Aðrir skólar eru að ljúka nýskráningum á næstunni. Þótt álíka margir séu að sækja um og á síðasta ári er ástandið þó ekki jafn erfitt. Vonast er til að allir sem þess óska komist í framhaldsnám.
Fréttir Innlent Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Fleiri fréttir Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Sjá meira