Forstöðumönnum verði refsað 22. júní 2005 00:01 Mörg dæmi eru um að ríkisstofnanir fari fram úr fjárheimildum ár eftir ár en engin dæmi eru hins vegar um að ráðuneyti áminni forstöðumenn eins og lög gera ráð fyrir. Þetta segir ríkisendurskoðandi sem telur alvarlega misbresti á framkvæmd fjárlaga. Um 120 stofnanir og fjárlagaliðir fóru á síðasta ári það mikið fram úr að grípa hefði þurft til sérstakra ráðstafana samkvæmt reglugerð um framkvæmd fjárlaga. Það er hátt í fjórðungur. Ríkisendurskoðun telur ráðuneytin sýna linkind í þessum málum, ekki grípa til aðgerða nógu snemma og forstöðumenn ekki látnir gjalda fyrir lélega fjármálastjórn. Að mati Ríkisendurskoðunar ætti að koma til greina að stöðva greiðslur til stofnana þar til gripið hefur verið til viðeigandi ráðstafana. Einar Oddur Kristjánsson, varaformaður fjárlaganefndar, segir þetta vel geta verið rétt hjá Ríkisendurskoðanda en hann vill að litið sé þannig á málin að þetta sé „eilífðarvinna“, þ.e. að því ljúki aldrei. Einar telur það vera árangursríkara að líta þannig á málin, að það sé „seiga, jafna átakið“ sem gildi en menn láti sér ekki detta í hug að hægt sé að rykkja þessu í liðinn. „Þó hefur mér fundist í gegnum árin að þegar við höfum verið að setja út á ýmsar stofnanir og ýmsan kostnað þá höfum við fengið frekar bágt fyrir heldur en hitt,“ segir Einar. Sendiráðin, Háskólinn á Akureyri, Framkvæmdasjóður aldraðra, Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, Landbúnaðarháskólinn á Hvanneyri og embætti forseta Íslands eru meðal þeirra sem fara hvað mest fram úr hlutfallslega en þegar kemur að krónutölu stendur Landspítali - háskólasjúkrahús hins vegar upp úr. Almennt eru það stofnanir tveggja fjárfrekustu ráðuneytanna, menntamálaráðuneytis og heilbrigðisráðuneytis, sem fara mest fram úr fjárlögum. Einar Oddur segir sumar stofnanir hafa afsökun fyrir að fara fram úr og því sé það skiljanlegt. Aðrar hafi það hins vegar ekki og það eigi ekki að líða. Í heildina hafio þó orðið mikil framför í framkvæmd fjárlaga. Einar segir menn þekkja tölurnar í tengslum Landspítalann en það sé bara ekki samstaða um hvernig beri að taka á því. „Svo eru þarna líka stofnanir sem eru að fara fram úr fjárlögum og það er ekki þeirra sök heldur er það meira sök okkar sem erum á löggjafarþinginu. Við höfum ekki ráðið við sumt í útgjaldaþróuninni, til dæmis hjá Tryggingastofnun ríkisins,“ segir Einar. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Fleiri fréttir Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu Sjá meira
Mörg dæmi eru um að ríkisstofnanir fari fram úr fjárheimildum ár eftir ár en engin dæmi eru hins vegar um að ráðuneyti áminni forstöðumenn eins og lög gera ráð fyrir. Þetta segir ríkisendurskoðandi sem telur alvarlega misbresti á framkvæmd fjárlaga. Um 120 stofnanir og fjárlagaliðir fóru á síðasta ári það mikið fram úr að grípa hefði þurft til sérstakra ráðstafana samkvæmt reglugerð um framkvæmd fjárlaga. Það er hátt í fjórðungur. Ríkisendurskoðun telur ráðuneytin sýna linkind í þessum málum, ekki grípa til aðgerða nógu snemma og forstöðumenn ekki látnir gjalda fyrir lélega fjármálastjórn. Að mati Ríkisendurskoðunar ætti að koma til greina að stöðva greiðslur til stofnana þar til gripið hefur verið til viðeigandi ráðstafana. Einar Oddur Kristjánsson, varaformaður fjárlaganefndar, segir þetta vel geta verið rétt hjá Ríkisendurskoðanda en hann vill að litið sé þannig á málin að þetta sé „eilífðarvinna“, þ.e. að því ljúki aldrei. Einar telur það vera árangursríkara að líta þannig á málin, að það sé „seiga, jafna átakið“ sem gildi en menn láti sér ekki detta í hug að hægt sé að rykkja þessu í liðinn. „Þó hefur mér fundist í gegnum árin að þegar við höfum verið að setja út á ýmsar stofnanir og ýmsan kostnað þá höfum við fengið frekar bágt fyrir heldur en hitt,“ segir Einar. Sendiráðin, Háskólinn á Akureyri, Framkvæmdasjóður aldraðra, Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, Landbúnaðarháskólinn á Hvanneyri og embætti forseta Íslands eru meðal þeirra sem fara hvað mest fram úr hlutfallslega en þegar kemur að krónutölu stendur Landspítali - háskólasjúkrahús hins vegar upp úr. Almennt eru það stofnanir tveggja fjárfrekustu ráðuneytanna, menntamálaráðuneytis og heilbrigðisráðuneytis, sem fara mest fram úr fjárlögum. Einar Oddur segir sumar stofnanir hafa afsökun fyrir að fara fram úr og því sé það skiljanlegt. Aðrar hafi það hins vegar ekki og það eigi ekki að líða. Í heildina hafio þó orðið mikil framför í framkvæmd fjárlaga. Einar segir menn þekkja tölurnar í tengslum Landspítalann en það sé bara ekki samstaða um hvernig beri að taka á því. „Svo eru þarna líka stofnanir sem eru að fara fram úr fjárlögum og það er ekki þeirra sök heldur er það meira sök okkar sem erum á löggjafarþinginu. Við höfum ekki ráðið við sumt í útgjaldaþróuninni, til dæmis hjá Tryggingastofnun ríkisins,“ segir Einar.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Fleiri fréttir Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu Sjá meira