Innlent

Níu sækja um

Níu sóttu um starf forstjóra Neytendastofu, átta karlar og ein kona. Þau eru Egill Heiðar Gíslason, Ingibjörg Björgvinsdóttir, Ingólfur Oddgeir Georgsson, Jóhannes Þorsteinsson, Jón Egill Unndórsson, Jón Magnússon, Leo J.W. Ingason, Páll Haraldsson og Tryggvi Axelsson. Neytendastofa er ný ríkisstofnun. Hún á að gegna eftirlitshlutverki á sviði neytendamála, ásamt því að vinna að stefnumótun og annast útgáfu upplýsinga um þau mál.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×