MIsjafnar skoðanir um Pólverjana 21. júní 2005 00:01 Tólf pólskir verkamenn hafa leitað á náðir Alþýðusambands Íslands þar sem þeir telja að kjör og aðbúnaður í húsnæði sem þeim hefur verið úthlutað til að búa í hér á landi séu með öllu óviðunandi. Verkamennirnir komu hingað til lands í apríl síðastliðnum til starfa í byggingageiranum eftir að hafa undirritað ráðningarsamning í Póllandi við fyrirtækið Geymi ehf. Í einum ráðningarsamningnum kemur fram að tiltekinn starfsmaður eigi að fá greiddar um 120.000 krónur á mánuði fyrir 250 tíma mánaðarvinnu en almennt er gert ráð fyrir um 160 tíma mánaðarvinnu hér á landi. Í samningnum kemur fram að öll vinna umfram það greiðist sem yfirvinna að upphæð 480 krónur á tímann. Verkamennirnir hafa enn fremur fengið úthlutað húsnæði til búsetu sem er ekki skipulagt sem íbúðarhúsnæði. Vinnumálastofnun fékk öll gögn Halldór Grönvöld hjá Alþýðusambandi Íslands segir að mennirnir hafi leitað til ASÍ fyrir milligöngu aðila sem hafi orðið þess áskynja að kjör þeirra og aðstæður væru óviðunandi. "Þeir sýndu okkur gögn um kjör þeirra og svo húsnæðið til búsetu sem atvinnuveitandinn hafði látið þeim í té. Við sáum strax að þetta var með öllu óviðunandi og höfum núna brugðist við þessari kvörtun þeirra, " segir Halldór. Hann segir að þegar sótt hafi verið um atvinnuleyfi fyrir mennina tólf hafi það verið gert á fölskum forsendum og framvísað hafi verið gögnum hjá Vinnumálastofnun þar sem fram kom að kjör þeirra væru betri en þau eru í raun og veru í dag. Eiríkur Elís Þorláksson, lögmaður Geymis ehf., hafnar þessu alfarið og segir að honum komi á óvart málflutningur ASÍ. Það sé hins vegar ljóst að einhver atriði sem varða Pólverjana kunni að vera í ólagi og nú sé unnið að því að bæta það. "Það var sótt um atvinnuleyfi hjá Vinnumálastofnun sem var í framhaldinu veitt og sú ákvörðun hlýtur að byggja á þeim athugunum sem stofnunin hefur gert. Samkvæmt lögum um atvinnuréttindi útlendinga verða þeir að fá tilskilin gögn í hendur, til dæmis um að fyrirtæki ábyrgist greiðslu á heimflutningi mannanna og svo framvegis. Öll þessi gögn voru veitt og atvinnuleyfið gefið út væntanlega í framhaldi af því að Vinnumálastofnun hefur ígrundað þessi gögn," segir Eiríkur. Búa í atvinnuhúsnæði Verkamennirnir fengu úthlutað húsnæði þar sem þeir hafa dvalið og hefur ASÍ gert athugasemdir við að húsnæðið sé þeim ekki bjóðandi þar sem um er að ræða atvinnuhúsnæði. Auk þess hefur ASÍ gert athugasemdir við það að kjör þeirra séu undir launaviðmiðum verkafólks. "Venjuleg laun faglærðra manna eru um 130.000-150.000 krónur fyrir utan yfirvinnu og þarna er því verið að borga laun undir samningum. Auk þess er ekkert orlof, ákvæði um veikindaleyfi og svo framvegis,"segir Halldór. Hann segir enn fremur að unnið verði að því næstu daga að bæta kjör verkamannanna í samstarfi við þau fyrirtæki sem þau starfi hjá en ASÍ ætli einnig að beita sér fyrir því að þeim samningum verkamannanna sem gerðir hafa verið með sviksamlegum hætti verði rift auk þess sem reynt verður að finna þeim viðunandi húsnæði. "Það er þannig að þetta húsnæði er vissulega ekki skipulagt sem íbúðahúsnæði en mér finnst verið að reyna draga fram heldur svarta mynd af málinu. Inni í þeim tölum sem hér um ræðir hvað mánaðarlaunin varðar, er ljóst að þegar hefur verið tekið tillit til þess að þeim hefur verið útvegað húsnæði og ýmislegt annað. Ég held að það sé verið að þyrla upp óeðlilega miklu ryki í þessu máli,"segir Eiríkur. Fréttir Innlent Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira
Tólf pólskir verkamenn hafa leitað á náðir Alþýðusambands Íslands þar sem þeir telja að kjör og aðbúnaður í húsnæði sem þeim hefur verið úthlutað til að búa í hér á landi séu með öllu óviðunandi. Verkamennirnir komu hingað til lands í apríl síðastliðnum til starfa í byggingageiranum eftir að hafa undirritað ráðningarsamning í Póllandi við fyrirtækið Geymi ehf. Í einum ráðningarsamningnum kemur fram að tiltekinn starfsmaður eigi að fá greiddar um 120.000 krónur á mánuði fyrir 250 tíma mánaðarvinnu en almennt er gert ráð fyrir um 160 tíma mánaðarvinnu hér á landi. Í samningnum kemur fram að öll vinna umfram það greiðist sem yfirvinna að upphæð 480 krónur á tímann. Verkamennirnir hafa enn fremur fengið úthlutað húsnæði til búsetu sem er ekki skipulagt sem íbúðarhúsnæði. Vinnumálastofnun fékk öll gögn Halldór Grönvöld hjá Alþýðusambandi Íslands segir að mennirnir hafi leitað til ASÍ fyrir milligöngu aðila sem hafi orðið þess áskynja að kjör þeirra og aðstæður væru óviðunandi. "Þeir sýndu okkur gögn um kjör þeirra og svo húsnæðið til búsetu sem atvinnuveitandinn hafði látið þeim í té. Við sáum strax að þetta var með öllu óviðunandi og höfum núna brugðist við þessari kvörtun þeirra, " segir Halldór. Hann segir að þegar sótt hafi verið um atvinnuleyfi fyrir mennina tólf hafi það verið gert á fölskum forsendum og framvísað hafi verið gögnum hjá Vinnumálastofnun þar sem fram kom að kjör þeirra væru betri en þau eru í raun og veru í dag. Eiríkur Elís Þorláksson, lögmaður Geymis ehf., hafnar þessu alfarið og segir að honum komi á óvart málflutningur ASÍ. Það sé hins vegar ljóst að einhver atriði sem varða Pólverjana kunni að vera í ólagi og nú sé unnið að því að bæta það. "Það var sótt um atvinnuleyfi hjá Vinnumálastofnun sem var í framhaldinu veitt og sú ákvörðun hlýtur að byggja á þeim athugunum sem stofnunin hefur gert. Samkvæmt lögum um atvinnuréttindi útlendinga verða þeir að fá tilskilin gögn í hendur, til dæmis um að fyrirtæki ábyrgist greiðslu á heimflutningi mannanna og svo framvegis. Öll þessi gögn voru veitt og atvinnuleyfið gefið út væntanlega í framhaldi af því að Vinnumálastofnun hefur ígrundað þessi gögn," segir Eiríkur. Búa í atvinnuhúsnæði Verkamennirnir fengu úthlutað húsnæði þar sem þeir hafa dvalið og hefur ASÍ gert athugasemdir við að húsnæðið sé þeim ekki bjóðandi þar sem um er að ræða atvinnuhúsnæði. Auk þess hefur ASÍ gert athugasemdir við það að kjör þeirra séu undir launaviðmiðum verkafólks. "Venjuleg laun faglærðra manna eru um 130.000-150.000 krónur fyrir utan yfirvinnu og þarna er því verið að borga laun undir samningum. Auk þess er ekkert orlof, ákvæði um veikindaleyfi og svo framvegis,"segir Halldór. Hann segir enn fremur að unnið verði að því næstu daga að bæta kjör verkamannanna í samstarfi við þau fyrirtæki sem þau starfi hjá en ASÍ ætli einnig að beita sér fyrir því að þeim samningum verkamannanna sem gerðir hafa verið með sviksamlegum hætti verði rift auk þess sem reynt verður að finna þeim viðunandi húsnæði. "Það er þannig að þetta húsnæði er vissulega ekki skipulagt sem íbúðahúsnæði en mér finnst verið að reyna draga fram heldur svarta mynd af málinu. Inni í þeim tölum sem hér um ræðir hvað mánaðarlaunin varðar, er ljóst að þegar hefur verið tekið tillit til þess að þeim hefur verið útvegað húsnæði og ýmislegt annað. Ég held að það sé verið að þyrla upp óeðlilega miklu ryki í þessu máli,"segir Eiríkur.
Fréttir Innlent Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira