Innlent

Sigrún eini umsækjandinn

Sigrún Stefánsdóttir sótti ein um laust starf dagskrárstjóra Rásar 2 og landshlutastöðva Ríkisútvarpsins, en umsóknarfrestur rann út á sunnudag. Önnur umsókn barst en var dregin til baka. Sigrún hefur undangengin ár verið yfirmaður upplýsingadeildar Norrænu ráðherranefndarinnar og Norðurlandaráðs í Kaupmannahöfn. Sigrún á að baki um tuttugu ára starf hjá Ríkisútvarpinu, við frétta- og dagskrárgerð. Útvarpsráð fær umsóknina til afgreiðslu en ráðið kemur næst saman í ágúst.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×