Innlent

Rafmagnsbilun í Ólafsfirði

Rafmagnstruflanir stóðu í um klukkustund í Ólafsfirði frá klukkan fimmtán mínútur gengin í tólf á sunnudagskvöldið. Helgi Jónsson, verkstjóri hjá RARIK á Norðurlandi, segir háspennustreng fyrir hitaveitudælur hafa bilað og því hafi slegið út. "Það fór einn fasi af kerfinu, en hinir voru inni," segir hann, en vægur straumur var á. Hann segir rafmagnstæki viðkvæm fyrir sveiflum af þessu tagi og þótt enn hafi ekki heyrst af skemmdum vegna þessa, útilokar hann ekki að einhver eigi eftir að reka sig á brokkgeng rafmagnstæki.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×