Innlent

Hringferðin hafin

Bjarki Birgisson og Guðbrandur Einarsson hófu í gærmorgun gönguferð sína, hringinn í kringum landið. Þeir héldu af stað frá Sjónarhóli við Háaleitisbraut eftir létta morgunleikfimi og hlý hvatningarorð, meðal annars frá Línu langsokki og Ellerti B. Schram forseta ÍSÍ. Dorrit Moussaieff forsetafrú er verndari göngunnar og gekk hún, ásamt hópi fólks, með tvímenningunum fyrsta spölinn. Þeir félagarnir voru ánægðir með að komast loks af stað enda beðið lengi eftir því að fyrsti göngudagurinn rynni upp. Bjarki og Guðbrandur áætla að ganga kílómetrana 1.200 á 46 dögum og koma til Reykjavíkur aftur til baka fimmtudaginn 4. ágúst. Þeir ganga því 24 kílómetra að meðaltali dag hvern. Tómas Birgir Magnússon íþróttakennari fylgir Bjarka og Guðbrandi eftir á bíl og veitir þeim þá aðstoð sem þeir þurfa. Hægt verður að fylgjast með Íslandsgöngunni á gangan.is auk þess sem Fréttablaðið birtir reglulega póstkort frá göngugörpunum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×