Þingvellir líka fyrir konur 19. júní 2005 00:01 Um tvö þúsund manns mættu á Þingvallafund sem haldinn var í tilefni af 90 ára afmæli kosningaréttar kvenna. Veðrið setti sinn svip á hátíðina en það rigndi á hátíðargesti. "Þetta gekk rosalega vel," sagði Katrín Anna Guðmundsdóttir, kynningarstjóri Þingvallafundar. Dagskráin hófst klukkan eitt þegar Almannagjá var gengin. Settar voru átján rósir í Drekkingarhyl í minningu þeirra átján kvenna sem drekkt var í hylnum. Að því loknu hófst hátíðardagskrá á Efrivöllum þar sem dagskráin var sett. Frú Vigdís Finnbogadóttir flutti hátíðarávarp. Gerð Þingvallarfundar var lesin upp og afhent Árna Magnússyni, félagsmálaráðherra. Hann sagði að útrýma þyrfti launamisrétti og hvatti hann fyrirtæki til þess að taka þátt í þeirri aðgerð. Árni hafði fyrr um daginn sent fyrirtækjum og stofnunum með tuttugu og fimm starfsmenn eða fleiri bréf þar sem þau voru hvött til að athuga hvort óútskýrður kynbundinn launamunur væri til staðar. Katrín Anna sagðist vera ánægð með þátttökuna en um tvö þúsund manns mættu á Þingvelli. "Þetta var í samræmi við þær væntingar sem við gerðum," sagði hún og bætti við að henni fyndist frábært að sjá að konur létu ekki smá rigningu hafa áhrif á sig. "Við höfum stundum áhyggjur af því að jafnréttismál séu ekki ofarlega á baugi. Þessi þátttaka sýnir að fólk er að verða virkara í baráttunni." Ástæðuna fyrir valinu á staðnum sagði Katrín Anna vera þá að Þingvellir hefðu hingað til verið full karllægir. "Við vildum með þessu sýna, á táknrænan hátt, að Þingvellir eru staður fyrir konur líka," sagði hún og bætti við að þetta væri sennilega í fyrsta skipti sem að konum hefði markvisst verið stefnt að Þingvöllum. Aðspurð um hvort það yrði árviss atburður að halda 19. júní hátíðlegan á Þingvöllum sagði Katrín það ekki vera á dagskránni. "Þetta er stórafmæli og þess vegna vildum við halda daginn hátíðlegan á stað sem er táknrænn fyrir þjóðina," sagði hún. Veðurguðirnir voru ef til vill ekki hátíðinni hliðhollir því það rigndi á hátíðargesti. Gárungarnir hafa þess vegna gantast með það að veðurguðirnir séu karllægir. "Við hins vegar segjum að þeir hafi grátið yfir því hversu skammt á veg jafnréttisbaráttan er komin." Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Fleiri fréttir Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Sjá meira
Um tvö þúsund manns mættu á Þingvallafund sem haldinn var í tilefni af 90 ára afmæli kosningaréttar kvenna. Veðrið setti sinn svip á hátíðina en það rigndi á hátíðargesti. "Þetta gekk rosalega vel," sagði Katrín Anna Guðmundsdóttir, kynningarstjóri Þingvallafundar. Dagskráin hófst klukkan eitt þegar Almannagjá var gengin. Settar voru átján rósir í Drekkingarhyl í minningu þeirra átján kvenna sem drekkt var í hylnum. Að því loknu hófst hátíðardagskrá á Efrivöllum þar sem dagskráin var sett. Frú Vigdís Finnbogadóttir flutti hátíðarávarp. Gerð Þingvallarfundar var lesin upp og afhent Árna Magnússyni, félagsmálaráðherra. Hann sagði að útrýma þyrfti launamisrétti og hvatti hann fyrirtæki til þess að taka þátt í þeirri aðgerð. Árni hafði fyrr um daginn sent fyrirtækjum og stofnunum með tuttugu og fimm starfsmenn eða fleiri bréf þar sem þau voru hvött til að athuga hvort óútskýrður kynbundinn launamunur væri til staðar. Katrín Anna sagðist vera ánægð með þátttökuna en um tvö þúsund manns mættu á Þingvelli. "Þetta var í samræmi við þær væntingar sem við gerðum," sagði hún og bætti við að henni fyndist frábært að sjá að konur létu ekki smá rigningu hafa áhrif á sig. "Við höfum stundum áhyggjur af því að jafnréttismál séu ekki ofarlega á baugi. Þessi þátttaka sýnir að fólk er að verða virkara í baráttunni." Ástæðuna fyrir valinu á staðnum sagði Katrín Anna vera þá að Þingvellir hefðu hingað til verið full karllægir. "Við vildum með þessu sýna, á táknrænan hátt, að Þingvellir eru staður fyrir konur líka," sagði hún og bætti við að þetta væri sennilega í fyrsta skipti sem að konum hefði markvisst verið stefnt að Þingvöllum. Aðspurð um hvort það yrði árviss atburður að halda 19. júní hátíðlegan á Þingvöllum sagði Katrín það ekki vera á dagskránni. "Þetta er stórafmæli og þess vegna vildum við halda daginn hátíðlegan á stað sem er táknrænn fyrir þjóðina," sagði hún. Veðurguðirnir voru ef til vill ekki hátíðinni hliðhollir því það rigndi á hátíðargesti. Gárungarnir hafa þess vegna gantast með það að veðurguðirnir séu karllægir. "Við hins vegar segjum að þeir hafi grátið yfir því hversu skammt á veg jafnréttisbaráttan er komin."
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Fleiri fréttir Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Sjá meira