Erlent

Sex drukknuðu í brunni í Kína

Sex Kínverjar úr sömu fjölskyldu drukknuðu í vatnsbrunni þegar hver björgunaraðgerðin á fætur annarri fór úrskeiðis. Þetta gerðist í Guagdong-héraði í Suður-Kína. Sá fyrsti féll ofan í brunninn þegar hann reyndi að koma fyrir nýrri vatnspumpu. Ættingi mannisins stökk til og reyndi að bjarga honum en sá sneri ekki aftur upp úr brunninum. Fjórir fjölskyldumeðlimir til viðbótar reyndu þá hver á eftir öðrum að koma mönnunum til bjargar en án árangurs. Þeir drukknuðu allir sex.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×