Erlent

Þjóðverjar samþykkja stjórnarskrá

Efri deild þýska þingsins samþykkti fyrir stundu stjórnarskrá Evrópusambandsins eins og búist hafði verið við. Allir meginstjórnmálaflokkar Þýskalands höfðu lýst stuðningi við stjórnarskrána. Heldur syrtir hins vegar í álinn í Frakklandi þar sem hlutfall þeirra sem hyggjast greiða atkvæði gegn stjórnarskránni hefur hækkað um fimm prósentustig í þessum mánuði. Þjóðaratkvæðagreiðsla fer fram í Frakklandi á sunnudag og í Hollandi þann 1. júní næstkomandi og er talið að kjósendur í báðum löndunum muni hafna stjórnarskránni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×