Erlent

Sýknaður af ákæru um háskaakstur

Breskur lögreglumaður hefur verið sýknaður af ákæru um að aka á 256 kílómetra hraða á þjóðvegi M-54. Lögreglumaðurinn viðurkenndi greiðlega að hann hefði ekið svo hratt enda höfðu starfsbræður hans radarmælt hann á þeirri ferð. Hann viðurkenndi einnig að hafa ekið á 192 kílómetra hraða á vegarkafla þar sem hámarkshraðinn var 100 kílómetrar. Engu að síður sýknaði dómarinn hinn 38 ára gamla Mark Milton á þeim forsendum að það væri mikilvægt að hann gæti æft sig í hraðakstri. Mark Milton er einn af bestu ökumönnum bresku lögreglunnar og það hefur oftar en einu sinni komið sér vel þegar sakamönnum hefur verið veitt eftirför. Ýmis samtök um umferðaröryggi eru þó slegin yfir þessari niðurstöðu og segjast furða sig á því að 256 kílómetra hraði skuli ekki teljast háskaakstur.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×