Lífið

Kylie með brjóstakrabbamein

Kylie Minouge, söngkonan heimsþekkta, hefur greinst með brjóstakrabbamein og aflýst tónleikaför sem hún ætlaði í um Ástralíu. Ferðin átti að hefjast í þessari viku. Minogue er þrjátíu og sex ára gömul en að sögn talsmanns hennar greindist krabbameinið á frumstigi. Hún mun gangast undir meðferð þegar í stað.  Minogue er þekktasta söngkona Ástralíu og ein þekktasta poppsöngkona heims en hún hóf listamannsferil sinn sem leikkona í sjónvarpsþáttunum um Nágranna.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.