Erlent

Löng barátta fram undan

Æðsti yfirmaður landhers Bandaríkjamanna segir að baráttan við uppreisnarmenn í Írak gæti tekið mörg ár. Richard Myers hershöfðingi segir að það sé ekki hægt að búast við að sjá árangur af baráttunni í Írak næstum því strax og um mikið þolinmæðisverk sé að ræða. Uppreisnarmenn séu sífellt að aðlaga sig breyttum aðstæðum og finna nýjar leiðir til þess að ná ætlunarverki sínu. Þá segir Myers einnig að það sé útilokað að loka landamærum Sýrlands og Íraks alveg en hins vegar hafi uppreisnarmönnum sem komast yfir landamærin fækkað mjög frá upphafi innrásarinnar í Írak.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×