Innlent

Lífshlaup Gunnlaugs í Kaliforníu

Gunnlaugur A. Júlíusson, hagfræðingur hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, tekur þátt í 160 kílómetra hlaupi í Kaliforníu í lok júní og getur hann þar með orðið fyrstur Íslendinga til að ljúka svo löngu hlaupi. Hlaupin er gömul gullgrafaraleið og liggur leiðin um fjalllendi með snjóalögum og gljúfur í brennandi hita. Hlaupið tekur rúman sólarhring og geta hlaupararnir mætt fjallaljónum og skröltormum á leiðinni. Hlauparnir verða að ná ákveðnum áföngum og ljúka hlaupinu á 30 tímum, annars falla þeir úr leik.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×