Erlent

Vilja herða vinnutímatilskipun

Evrópuþingið samþykkti í fyrradag að í uppfærðri vinnutímatilskipun sambandsins yrði kveðið á um að löglegur hámarksvinnutími launþega yrðu 48 stundir á viku. Þar með yrði fallið frá undanþágu frá tilskipuninni, sem að ákveðnum skilyrðum uppfylltum heimilar að launþegi vinni lengri vinnuviku, semji hann um það sérstaklega við vinnuveitandann. Þessi undanþága hefur talsvert verið notuð í Bretlandi, en einnig í fleiri löndum, svo sem í heilbrigðisgeiranum í Þýskalandi. Henni hefur einnig verið beitt á Íslandi sem hefur tekið vinnutímatilskipunina upp í gegn um EES-samstarfið. Samþykkt var á þinginu í gær að undanþágan rynni úr gildi á þremur árum eftir að ný vinnutímatilskipun tekur gildi, sem reiknað er með að verði árið 2007.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×