Lífið

Stjörnustríðið hefst á Vestfjörðum

Það verða Patreksfirðingar sem verða fyrstir til að sjá sjöttu og síðustu Star Wars myndina, The Revenge of The Sith, en myndin verður frumsýnd í kvikmyndahúsinu Skjaldborg á Patreksfirði þann 18. maí, degi fyrir heimsfrumsýningu myndarinnar. Frá þessu er greint á fréttavef Bæjarins besta. Unnið hefur verið að endurbótum á kvikmyndahúsinu en fyrirtækið Sena hefur aðstoðað við uppbyggingu hússins. Og það voru einmitt starfsmenn Senu sem komu því til leiðar að myndin yrði heimsfrumsýnd á Vestfjörðum. Haft er eftir Geir Gestssyni, kvikmyndamógúl á Patreksfirði, að hann geti ekkert sagt um það hvort dyggir aðdáendur Star Wars myndanna eigi eftir að flykkjast vestur á frumsýninguna.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.