Lífið

Deilt um sannleiksgildi fingrasögu

Fátt hefur fangað athygli Bandaríkjamanna eins vel upp á síðkastið og frásögn konu af því hvernig hún beit í fingur þegar hún var að borða chili-rétt á Wendys-skyndibitastað. Konan var leidd fyrir dómara í dag því grunur leikur á að frásögn hennar sé uppspuni og Wendys-hamborgarakeðjan sé alsaklaus. Konan heldur þó fast við frásögn sína og enn hefur engin skýring fundist á fingrinum því hann var að minnsta kosti ekki uppspuni. Wendys hefur boðið hverjum þeim sem útskýrt getur hvaðan þessi fjögurra sentímetra langi fingurhluti kom vegleg peningaverðlaun.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.