Erlent

30 kílómetra löng röð fólks

Stríðslokanna er minnst víða í Evrópu í dag en þann 8. maí 1945 var uppgjöf nasista fyrir bandamönnum staðfest. Mikil hátíðarhöld fara fram í Þýskalandi og Frakklandi. Af því tilefni verður mynduð 30 kílómetra löng keðja fólks í Berlín en fólkið heldur á kerti til þess að minnast stríðslokanna. Keðjan náði frá vesturhluta Berlínar til Brandenborgarhliðsins og alla leið inn í austurhluta borgarinnar. Sérstök hátíðarguðsþjónusta fer fram við Brandenborgarhliðið í dag þar sem Gerhard Schröder, kanslari Þýskalands, og Horst Köhler, forseti landsins, verða meðal þátttakenda. Á morgun verður tímamótanna minnst í Moskvu. Þangað koma leiðtogar og fulltrúar meira en fimmtíu ríkja og meðal þeirra verður Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×