Lífið

350. þátturinn í loftið

350. þátturinn um Simpson-fjölskylduna verður sýndur í Bandaríkjunum á sunnudag. Um þessar mundir er að ljúka 16. þáttaröðinni um þessa fyndnu fjölskyldu og virðast vinsældirnar síður en svo vera að dvína. Hafa þeir leikarar sem ljá persónum þáttarins raddir sínar þegar skrifað undir samning um að gera þrjár þáttaraðir til viðbótar. Áður en þetta ár verður á enda mun Simpson-fjölskyldan komast fram úr sápuóperunni Dallas sem endaði í 357 þáttum á sínum tíma. Enn á fjölskyldan þó eftir að slá út þættina My Three Sons sem endaði í 380 þáttum og The Adventures of Ozzie & Harriet sem náði 434 þáttum.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.